Réttur - 01.01.1958, Page 91
R É T T U R
91
■ Stökkið mikla
Arsins 1958 mun ávallt verða minnzt í sögu Kína sem _,árs
stökksins mikla.“ 700 stórar nýtízku verksmiðjur, námur og iðju-
ver hófu þá framleiðslu, — fleiri en á næstu fimm árum á und-
an. Iðnaðarframleiðslan í sveitunum óx um tvo þriðju miðað við
árið áður og árangurinn af framtaki bændanna í landbúnaðinum
lét heldur ekki á sér standa. Rísuppskeran tvöfaldaðist frá 1957,
hveitiuppskeran nærri tvöfaldaðist, baðmullaruppskeran tvöfald-
aðist og þannig mætti halda áfram. Þetta var að þakka áveitu-
frmkvæmdunum, endurbættum verkfærum, aukinni notkun á-
burðar, — tugþúsundir tonna af leðju og for var borið úr vötnum
og tjörnum út á akrana — og bættum ræktunaraðferðum yfirleitt.
Og ekki sízt uppskáru bændurnir í ríkum mæli reynslu og þekk-
ingu, sem mu.n tryggja þeim nýjar framfarir á þessu ári.
Samhliða þessari framleiðsluaukningu og hinum mildu fram-
kvæmdum hófst einnig ný og öflug hreyfing fyrir því að bæta
hina almennu menntun. Hin nýju verkefni og möguleikar gerðu
nýjar kröfur til bændanna um þekkingu og hæfni. AUt í einu
var það orðið langtum mikilvægara en áður, að kunna ekki aðeins
að lesa og skrifa, heldur einnig að ráða yfir faglegri þekkingu á
ýmsum sviðum. En fyrir níu árum kunnu 85% íbúanna hvorki að
lesa né skrifa.
Ríkið hefur ekki ennþá komið á almennri skólaskyldu í Kína.
Það vantaði skóla, kennara og kennslutæki. En á árinu 1958 var
í rauninni komið á skólaskyldu í sveitahéruðunum. Það ár
gengu 90 milljónir barna í barnaskóla, samanborið við 60 millj-
ónir árið áður. Samtímis var komið upp margskonar skólum sem
hinir fullorðnu sækja í frítímum sínum. Þetta eru bæði búnaðar-
skólar þar sem nemendurnir skipta tíma sínum jafnt milli vinnu
og náms og kvöldskólar eða skólar, sem eru opnir aðeins þegar
nemendurnir þurfa ekki að gegna öðrum störfum, en eru lokaðir
á annatímum. Mikið verk hefur verið unnið á þessu sviði á undan-
förnum níu árum, en á síðasta ári náðu skólar til alls sveitafólks
í Kína.
H Hin gömlu skipulagsform bresta
Þegar um veturinn, í starfinu við áveituframkvæmdirnar, voru
bændurnir komnir út fyrir þau skipulagsform, sem verið höfðu
við lýði í landbúnaðinum. Eftir skiptingu landsins á árunum 1949-
1952, þegar hver fjölkyldumeðlimur, ungur og gamall, karl og
kona, fékk til eignar tæpan einn hektara, gengu kínversku bænd-
urnir gegnum ýms stig frjálsrar samvinnu til félagsbúskapar.