Réttur


Réttur - 01.01.1958, Page 91

Réttur - 01.01.1958, Page 91
R É T T U R 91 ■ Stökkið mikla Arsins 1958 mun ávallt verða minnzt í sögu Kína sem _,árs stökksins mikla.“ 700 stórar nýtízku verksmiðjur, námur og iðju- ver hófu þá framleiðslu, — fleiri en á næstu fimm árum á und- an. Iðnaðarframleiðslan í sveitunum óx um tvo þriðju miðað við árið áður og árangurinn af framtaki bændanna í landbúnaðinum lét heldur ekki á sér standa. Rísuppskeran tvöfaldaðist frá 1957, hveitiuppskeran nærri tvöfaldaðist, baðmullaruppskeran tvöfald- aðist og þannig mætti halda áfram. Þetta var að þakka áveitu- frmkvæmdunum, endurbættum verkfærum, aukinni notkun á- burðar, — tugþúsundir tonna af leðju og for var borið úr vötnum og tjörnum út á akrana — og bættum ræktunaraðferðum yfirleitt. Og ekki sízt uppskáru bændurnir í ríkum mæli reynslu og þekk- ingu, sem mu.n tryggja þeim nýjar framfarir á þessu ári. Samhliða þessari framleiðsluaukningu og hinum mildu fram- kvæmdum hófst einnig ný og öflug hreyfing fyrir því að bæta hina almennu menntun. Hin nýju verkefni og möguleikar gerðu nýjar kröfur til bændanna um þekkingu og hæfni. AUt í einu var það orðið langtum mikilvægara en áður, að kunna ekki aðeins að lesa og skrifa, heldur einnig að ráða yfir faglegri þekkingu á ýmsum sviðum. En fyrir níu árum kunnu 85% íbúanna hvorki að lesa né skrifa. Ríkið hefur ekki ennþá komið á almennri skólaskyldu í Kína. Það vantaði skóla, kennara og kennslutæki. En á árinu 1958 var í rauninni komið á skólaskyldu í sveitahéruðunum. Það ár gengu 90 milljónir barna í barnaskóla, samanborið við 60 millj- ónir árið áður. Samtímis var komið upp margskonar skólum sem hinir fullorðnu sækja í frítímum sínum. Þetta eru bæði búnaðar- skólar þar sem nemendurnir skipta tíma sínum jafnt milli vinnu og náms og kvöldskólar eða skólar, sem eru opnir aðeins þegar nemendurnir þurfa ekki að gegna öðrum störfum, en eru lokaðir á annatímum. Mikið verk hefur verið unnið á þessu sviði á undan- förnum níu árum, en á síðasta ári náðu skólar til alls sveitafólks í Kína. H Hin gömlu skipulagsform bresta Þegar um veturinn, í starfinu við áveituframkvæmdirnar, voru bændurnir komnir út fyrir þau skipulagsform, sem verið höfðu við lýði í landbúnaðinum. Eftir skiptingu landsins á árunum 1949- 1952, þegar hver fjölkyldumeðlimur, ungur og gamall, karl og kona, fékk til eignar tæpan einn hektara, gengu kínversku bænd- urnir gegnum ýms stig frjálsrar samvinnu til félagsbúskapar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.