Réttur - 01.01.1958, Page 99
BRYNJÓLFUR BJARNASON:
Slntl yiirlit yiir sögu og
íorsögu Sósíalistailokksins
Á síðari hluta 19. aldai taka íslendingar að koma sér upp
stærri skipum í stað hinna litlu fleyta. Þar með hefst kapítal-
isminn á íslandi, kapítaliskir framleiðsluhættir rísa upp við hlið
hinnar einföldu vöruframleiðslu og verða æ ríkari þáttur í efna-
hagskerfi þjóðarinnar. Um aldamótin er kominn upp allstór fiski-
skipafloti. Bæir og fiskiþorp rísa upp og vaxa ört.
Kjör sjómanna við þessa fyrstu kapítalisku útgerð voru mjög
bágborin, vinnutími ótakmarkaður og lélegt fæði. Það var orðin
brýn nauðsyn fyrir sjómenn að bindast stéttarsamtökum til þess
að gæta hagsmuna sinna. Rétt fyrir aldamótin voru fyrstu sjó-
mannasamtökin stofnuð. Saga þessara fyrstu brautryðjenda hefur
enn ekki verið skráð, en hlutverk þeira í íslenzkri verkalýðshreyf-
ingu verður seint fullmetið. Þetta voru óbreyttir alþýðumenn,
er engin kynni höfðu af erlendri verkalýðshreyfingu og höfðu
við enga reynslu að styðjast, urðu eingöngu að treysta á brjóstvit
sitt. Það er eftirtektarvert, að öll skipulagsform voru sniðin eftir
Góðtemplarareglunni, en hún hafði þá náð talsverðri útbreiðslu
á Islandi og var eini félagsskapurinn, sem þessir alþýðumenn
höfðu kynni af.
Þetta brautryðjendastarf var enginn barnaleikur. Það þurfti
mikinn hugsjónaeld og hetjuskap til þess að hefja þessa baráttu.
Forustumennirnir voru rægðir á alla lund og útilokaðir frá vinnu,
en jafnframt var reynt að kaupa hina ötulusm þeirra tii þess að
bregðast stétt sinni t. d. með því að bjóða þeim skipstjórastöður.
Halldór Laxness hefur reynt að gefa lýsingu af barátm þessara
frumbýlisára í skáldverki sínu Sölku Völku. Þar eru kaflar, sem
telja verður meðal þeirra, þar sem snilld hans rís hæst.