Réttur - 01.01.1958, Page 105
R É T T U R
105
sínar fyrir verkalýðsráðstefnu er kveðja skyldi saman næsta ár.
Á þeirri ráðstefnu urðu sósíaldemókratar í meirihluta og með
tillögum þeim, sem samþykktar voru var vald miðstjórnarinnar
í Reykjavík enn aukið. Á næstu tveim þingum sambandsins urðu
enn miklar deilur um málið, án þess að til úrslita dragi.
Árið 1927 hafði Alþýðuflokkurinn unnið slíkan kosningasigur,
að hann fékk nú í fyrsta skipti úrslitaáhrif á Alþingi. Framsókn-
arflokkurinn myndaði stjórn með stuðningi hans. En hægri for-
ingjarnir notuðu þá aðstöðu sína slælega. Á sambandsþinginu
1928 báru kommúnistar fram tillögu um skilyrði fyrir stuðningi
við ríkisstjórnina, þess efnis að tekið yrði tillit til brýnustu hags-
muna alþýðunnar. Sú tillaga var að vísu felld með miklum at-
kvæðamun, en átti eigi að síður mikinn hljómgrunn meðal hinna
óbreyttu liðsmanna.
Á þessum árum létu kommúnistar þó einkum til sín taka í
kjarabaráttu verkalýðsfélaganna.
Vinnudagur í landi var þá 10 stundir og á togurum allt að 18
stundir á sólarhring. Sú krafa, sem var efst á baugi og kommúnistar
lögðu mesta áherzlu á var krafan um styttingu vinnudagsins án
kaupskerðingar. Það var hinsvegar ekkert áhlaupaverk að fá
verkalýðinn til að skilja það á þeim tímum að rétt væri að leggja
áherzlu á þessa kröfu og hægri mennirnir hagnýttu sér óspart
þetta skilningsleysi.
Árið 1929 efndu kommúnistar til ráðstefnu í Reykjavík með
fulltrúum víðsvegar af landinu. Þar var ákveðið að herða barátt-
una fyrir stofnun óháðs verkalýðssambands og hefja undirbúning
undir stofnun kommúnistaflokks.
Þetta sama ár var haldið Alþýðusambandsþing um haustið.
Þar skarst fyrst verulega í odda, bæði um afstöðuna til ríkis-
stjórnarinnar og um stofnun óháðs verkalýðssambands. Samþykkt
var tillaga um að kveðja saman verkalýðsráðstefnu næsta ár til
þess að fjalla um stofnun verkalýðssambands, er væri óháð póli-
tískum flokkum.
Sumarið eftir, árið 1930, hefja kommúnistar útgáfu vikublaðs
í Reykjavík er nefnist Verkalýðsblaðið. í fyrsta tölublaðinu er
lögð áherzla á að viðskiptakreppa standi fyrir dyrum og að verka-