Réttur - 01.01.1958, Page 110
110
B É I T U B
og Sigfúsar Sigurhjartarsonar vildu hinsvegar ganga lengra og
þar kom að fullt samkomulag varð milli þeirra og Kommúnista-
flokksins um stefnuskrá og aðferðir við sameininguna. A þingi
Alþýðuflokksins um haustið varð stefna þeirra í meirihluta, en
þá hótuðu hægri mennirnir, þar á meðal flestir þingmenn og
bæjarfulltrúar að kljúfa flokkinn. Til þess að forðast þetta létu
vinstri mennirnir undan síga. En þeir héldu samt baráttunni áfram
og gáfu út blað sem túlkaði málstað þeirra. Þessu lauk með því,
að vinstri mennirnir voru reknir úr Alþýðuflokknum, þar á meðal
stjórnmálafélag flokksins í Reykjavík, þar sem þeir höfðu meiri-
hluta. Haustið 1938 sameinuðust vinstri armur Alþýðuflokksins
og Kommúnistaflokkurinn í einum flokki, er hlaut nafnið Sam-
einingarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Frá þeim tíma er
stefnuskrá flokksins og lög lítið breytt.
I finnsku vetgrarstyrjöldinni gerði Héðinn Yaldimarsson og
nokkrir fylgismanna hans kröfu til þess að flokkurinn tæki af-
stöðu gegn Sovétríkjunum. Tillaga þess efnis var lögð fyrir flokks-
stjórnina og felld. Eftir það sagði Héðinn Valdimarsson og nokkr-
ir fleiri sig úr flokknum. Þetta varð mikið áfall fyrir flokkinn
í bili.
Vorið 1940 var Island hernumið af brezkum her. Eftir það tekur
flokkurinn að vinna mjög á að nýju.
Þetta ár tókst að losa Alþýðusambandið úr hinum flokkspóli-
txsku viðjum Alþýðuflokksins og breyta því í óháð verkalýðssam-
band. Hin klofnu verkalýðsfélög voru sameinuð allstaðar á land-
inu. Þetta var eins og vorleysing í íslenzkri verkalýðshreyfingu
og hún óx nú mjög að samheldni og styrkleika. A næsta þingi
sambandsins árið 1942 urðu sameiningarmenn, sósíalistar og
bandamenn þeirra í meirihluta.
A fyrstu árum styrjaldarinnar sat að völdum samstjórn allra
þingflokka nema Sósíalistaflokksins og kallaði sig þjóðstjórn.
Dýrtíð hafði farið mjög vaxandi í tíð þessarar stjórnar og kaup-
máttur launa rýrnað jafnframt því sem auðmannastéttin rakaði
saman stríðsgróða. Um áramótin 1941 —1942 gerðust tíðindi,
sem urðu þessari stjórn að falli. Verkalýðsfélög, sum höfðu rót-
tæka forustu höfðu boðað til verkfalls frá 1. jan. Stjórnin svaraði