Réttur - 01.01.1958, Page 112
112
R É T T U R
sigrast á hinni. Fyrir borgarastéttina voru tveir kostir: Annar var
sá að láta undan síga fyrir sóknarþunga alþýðustéttanna og reyna
að halda í horfinu með smndarsamkomulagi við verkalýðinn.
Hinn var að leggja til atlögu við verkalýðssamtökin. En ástandið
var ekki hagkvæmt til slíkra aðgerða hvorki á innlendum né
erlendum vettvangi.
Sósíalistaflokkurinn lagði fram tilboð tim þátttöku í samstjórn,
sem tæki að sér það verkefni, að hagnýta hinar erlendu innstæður,
sem myndazt höfðu á stríðsárunum til þess að hefja miklar fram-
kvæmdir í íslenzku atvinnulífi, Þessari stefnu óx stöðugt fylgi með-
al þjóðarinnar. Það fór svo að Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðis-
flokkurinn létu undan þeim þrýstingi og ákváðu að ganga að
tilboðinu.
A tveimur árum varð gerbreyting á framleiðsluháttum lands-
manna. Mestur hluti togaraflotans, sem nú stundar veiðar var
keyptur þessi ár, eða teknar ákvarðanir um kaup á honum. Nýir
bátar voru keyptir, sem tvöfölduðu framleiðsluafköst bátaflotans.
Reist voru hraðfrystihús, fiskiðjuver og síldarverksmiðjur til þess
að vinna úr aflanum. Hver hönd hafði verk að vinna. Kjör verka-
fólks urðu betri en nokkru sinni fyrr eða síðar. Nýrra markaða
var aflað; mikilvægast var þó að gerður var stór viðskiptasamn-
ingur við Sovétríkin. Það tókst að koma því til leiðar að kröfu
Bandaríkjanna um herstöðvar á Islandi til 99 ára var hafnað.
Þessi stjórnarstefna studdist við samtök alþýðunnar í landinu
og árangur hennar varð sá að beryta styrkleikahlutföllunum verka-
lýðsstéttinni og Sósíalistaflokknum í hag.
Haustið 1946 hefst nýtt áhlaup af hálfu Bandaríkjanna. Það
var óskað eftir samningi um dulbúna herstöð á Keflavíkurflug-
velli, í þerta sinrx ekki ril 99 ára. heldur til 6 ára og aaxmiiugurlnn
skyldi vera uppsegjanlegur. Og nú var farið kænlegar að. Að
tjaldabaki var gert samkomulag við alla flokka nema Sósíalista-
flokkinn og síðan var forsætisráðherra látinn leggja málið fyrir
Alþingi. Þar með var grundvöllur stjórnarsamstarfsins rofinn.
Ný stjórn var mynduð undir forustu formanns Alþýðuflokksins,
samstjórn borgaraflokkanna. Þar með hefst nýtt afturhaldstíma-
bil í íslenzkum stjórnmálum, kalda stríðið er að hefjast. Og nú