Réttur - 01.01.1958, Page 114
114
R E T T U R
Jafnharðan og launahækkanir náðust í hörðum verkföllum voru
gerðar ráðstafanir til þess að taka þær aftur með efnahagsaðgerð-
um stjórnarvaldanna.
Alþýðusambandið gerði ítrekaðar tilraunir til þess að fá vinstri
flokkana til að ræðast við um samstjórn, er hefði nána samvinnu
við verkalýðsfélögin í efnahagsmálum og segði upp herstöðva-
samningnum við Bandaríkin. Þessum málaleitunum var að vísu
hafnað af Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum, en stefna
Alþýðusambandsins og Sósíalistaflokksins átti sívaxandi fylgi að
fagna. Kröfur um brottför hersins voru orðnar svo háværar, að
Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gátu ekki lengur
daufheyrzt við þeim.
28. marz 1956 samþykkti Alþingi með atkvæðum vinstri
flokkanna þriggja tillögu um að segja upp herstöðvasamningnum
með það fyrir augum að láta herinn fara úr landi.
Um sumarið fór fram kosningar til Alþingis. Aður höfðu verið
stofnuð samtök með Sósíalistaflokknum og þeim vinstri mönn-
um, er lýst höfðu fylgi sínu við samfylkingarstefnuskrá Alþýðu-
sambandsins og hlutu hin nýju samtök nafnið Alþýðubandalagið.
Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn höfðu samvinnu
í kosningunum. Alþýðubandalagið vann á í kosningunum fékk
um 19% atkvæðamagnsins. Að þeim loknum hófust samningar
milli vinstri flokkanna um stjórnarmyndun. Það tókst að ná sam-
komulagi. Helzm stefnumál nýju stjórnarinnar voru að framkvæma
samþykkt Alþingis um brottför hersins, að beita sér fyrir alhliða
atvinnuuppbyggingu í landinu og að tryggja atvinnu og kaupmátt
launa. Skyldi nýja stjórnin hafa náið samstarf við verkalýðssam-
tökin og ekki gera neinar meiriháttar efnahagsráðstafanir nema
í samráði við þau.
Stjórnin gerði ráðstafanir til kaupa á mörgum stórum fiski-
skipum, hún stækkaði fiskveiðalandhelgina í 12 mílur frá grunn-
línu, hún hefur í ýmsum efnum bætt kjör fiskimanna, hún
hefur tryggt óslitinn rekstur sjávarútvegsins og henni varð um
skeið allmikið ágengt í því að stöðva verðbólguna og efndi þá það
loforð sitt að hafa samráð við verkalýðshreyfinguna um meiri-
háttar efnahagsráðstafanir. En síðustu aðgerðir hennar í efnahags-