Réttur


Réttur - 01.01.1958, Side 129

Réttur - 01.01.1958, Side 129
R É T T U íí Í29 lifa í friði og vilja ekki una því, að heimsveldissinnar séu að hlutast til um innanlandsmál þeirra. Til þess að hafa sig upp úr vanþróun sinni og fátækt fylgja þjóðir þessar stefnu friðar og hlutleysis, stefnu grundvallaratriðanna fimm, sem alkunn eru, — gagnkvæmrar virðingar landsréttinda og fullveldis, afneitunar allrar ofbeldisstefnu, íhlutunarleysis um innanlandsmál annarra, jafnræðis og gagnkvæmra hagsmuna í viðskiptum, og friðsam- legrar sambúðar þjóða. Það eru vissulega ekki aðeins íbúar sósíalistísku landanna, ekki aðeins þjóðir austursins, sem forðast vilja styrjöld. Hún er einnig þjóðum hinna vestrænu auðvaldsríkja viðurstyggð, enda hafa þær tvisvar mátt reyna, hvað heimsstyrjöld er. Friðarstefnan á yfir feiknastyrk að ráða. Hún er þess megnug að afstýra og tryggja frið. En vér kommúnistar lítum á það sem skyldu vora að beina varnaðarorðum til allra þjóða heims og minna þær á, að hættan á ægilegri gereyðingarstyrjöld er engan veginn um garð gengin. Hvaðan stafar þá heimsfriði og þjóðaröryggi hætta? Frá ein- okunarhringum auðvaldsins, sem hafa hag af styrjöldum og grælt hafa ódæmi auðæfa á heimsstyrjöldunum tveimur svo og vígbún- aðarkeppninni, sem nú á sér stað. Vígbúnaðarkeppnin er einok- unarauðvaldinu hin mesta gróðalind, en leggur þungar byrðar á herðar verklýðsstéttinni og stórspillir fjárhagsafkomu þjóðanna. Stjórnir ýmissa auðvaldsríkja hafa bognað fyrir kröfum einok- unarauðhringanna, sérstaklega þeirra í Bandaríkjunum, og hafnað tillögum, er fram hafa verið bornar, um afvopnun, bann við kjarn- orkuvopnum og aðrar ráðstafanir til að koma í veg fyrir styrjöld. Æðimargar ágætar tillögur hafa verið lagðar fyrir samtök Sam- einuðu þjóðanna af hálfu hinna friðsömu ríkja. Tillögur þessar hafa verið þess eðlis, að samþykkt þeirra hefði tvímælalaust eflt friðinn og dregið úr stríðshættunni. Enginn getur neitað því, að það er meðal brýnustu hagsmunamála allra þjóða, að bundinn verði endir á vígbúnaðarkeppnina, hættunni vi kjarnorkustyrjöld bægt á burt og skilyrði sköpuð fyrir friðsamlegri sambúð og efna- hagssamvinnu þjóðanna, enda mjög undir þessu komið, að takast megi raunverulegt gagnkvæmt traust þeirra í milli. Örlög heims- ins, örlög komandi kynslóða velta á því, að lausn verði fundin á þessum vandamálum. Þeir einir eru þessum tillögum andstæðir, sem hag hafa af því, að viðsjár megi haldast á alþjóðavettvangi. í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og öðrum auð- valdslöndum eru þúsundir dagblaða og útvarpsstöðva, sem dag hvern hamra á þeim áróðri, að „heimskommúnisminn“ ógni frelsi þjóða þeirra, lífsháttum og friðsamlegri tilveru.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.