Réttur - 01.01.1958, Síða 138
138
R É T T U R
af Kínverska alþýðulýðveldinu og Indverska lýðveldinu sameigin-
lega, svo og stefnuskrá sú, er samþykkt var á ráðstefnu Asíu- og
Afríkuríkja í Bandung. Friður og friðsamleg sambúð þjóðanna er
nú orðið kjörorð milljóna í öllum löndum.
Kommúnistaflokkarnir telja friðarbaráttuna sitt mikilvægasta
hlutverk. Þeir munu leggjast á eitt með öllum öðrum friðarsinn-
um í því skyni að reyna að koma í veg fyrir stríð.
n.
Eins og nú er högum háttað, er sérstaklega mikið undir því kom-
ið að mati fundarins, að takast megi að efla einingu og bróður-
legt samstarf sósíalistísku ríkjanna, kommúnistaflokka og verk-
lýðsflokka allra landa og samstöðu verkalýðsins um heim allan
svo og þjóðfrelsishreyfingar og lýðræðishreyfingar hvar sem er
í heiminum.
Meginstefna marxismans, meginstefna alþjóðahyggju öreiganna
er grundvöllur allra samskipta þeirra landa, er teljast til hins
sósíalistíska heimskerfis, svo og allra kommúnistaflokka og verk-
lýðsflokka, enda hefur réttmæti þeirrar stefnu þegar hlotið stað-
festingu lifsins og reynslunnar. Það er nú hrýnt hagsmunamál
verklýðsstéttar allra landa að styðja Háðstjórnarríkin og öll önnur
sósíalistísk ríki, því að ríki þessi fylgja friðarstefnu í öllum
skiptum sínum við aðrar þjóðir og eru raunverulega meginstoð
friðar og félagslegra framfara í heiminum. Það er hagsmunamál
verklýðsstéttarinnar, lýðræðisaflanna og vinnandi fólks hvar-
vetna, að unnið sé ósleitilega að því að efla hræðrabönd manna
í milli, að það, sem áunnizt hefur í sögulegum, pólitískum og fé-
lagslegum efnum í Rástjórnarríkjunum, fyrsta volduga ríki sós-
íalismans, í Kínverska alþýðulýðveldinu og í öllum hinum sósíal-
istísku löndum, verði varið fyrir árásum óvinanna, og að þessir
ávinningar megi eflast og staðfestast.
Samskipti sósíalistísku landanna fara fram á grundvelli algers
jafnréttis, virðingar hvers um sig fyrir landamærum annars, sjálf-
stæði og fullveldi, og þeirrr meginreglu að hlutast ekki til um
annarra málefni. Með þessu er þó engan veginn allt sagt um grund-
völl samskipta þeirra. Gagnkvæm aðstoð í bróðurlegum anda er
meginþáttur þessara samskipta, og kemur hin sósíalistíska al-
þjóðahyggja þar fram í verki.
Á grundvelli algers jafnréttis, gagnkvæmra hagsmuna og gagn-
kvæmrar aðstoðar í sönnum samfélagsanda hafa sósíalistísku ríkin
hafið víðtæka samvinnu í efnahagsmálum og menningu. Þessi sam-
vinna er mikilvæg í því efni að treysta sjálfstæði sósíalistísku