Réttur


Réttur - 01.01.1958, Page 139

Réttur - 01.01.1958, Page 139
RÉTTDB 139 landanna hvers um sig, bæði pólitískt og efnahagslegt, og eins um það að efla hið sósíalistíska samveldi í heild. Sósíalistísku ríkin munu halda áfram að auka og fullkomna þessa samvinnu sína í efnahags- og menningarmálum. Það er einnig stefna sósíalistísku ríkjanna að efla á allan hátt efnahags- og menningartengsl við önnur ríki, þau sem það vilja, samkvæmt meginreglu jafnréttis, gagnkvæms hagnaðar og af- skiptaleysis hvors aðilans um sig um innanlandsmál hins. Samstaða sósíalistísku ríkjanna felur ekki í sér neina andstöðu við önnur ríki. Hún þjónar meira að segja beinlínis hagsmunum allra friðsamra þjóða, tálmar árásarfyrirætlunum hinna striðs- sinnuðu afla heimsveldisstefnunnar og styrkir á allan hátt frið- aröflin. Sósíalistísku ríkin eru andstæð þeirri stefnu að skipta heiminum í andstæð hernaðarbandalög. En með því að vesturveld- in neita að fallast á tiilögur sósialistísku landanna um afnám allra hernaðarbandalaga, er óhjákvæmilegt að varðveita og efla Var- sjárbandalagið, sem er eingöngu til varnar, þjónar öryggi Evrópu- þjóðanna og styður stefnu friðarins um gervallan heim. Samfélag sósíalistísku landanna grundvallast á sameiginlegri sósíalistískri stefnu, sameiginlegu stéttareðli þjóðfélags, efnahags- kerfis og ríkisvalds, nauðsyn á aðstoð þeirra hvers við annað, sam- eiginlegum hagsmunum og markmiði í baráttunni gegn heims- valdastefnu, en fyrir sigri sósíalisma og kommúnisma, svo og hugmyndastefnu marxismans, sem er þeim öllum sameiginleg. Samstaða og eining sósíalistísku landanna tryggir sjálfstæði þeirra og fullveldi hvers um sig. Efling hróðurlegra samskipta og vináttu sósíalistísku landanna í millum kallar á sameiginlega stefnu kommúnistaflokka og verklýðsflokka í alþjóðlegum anda marxismans, viðleitni þeirra að þroska allan verkalýð í anda alþjóðastefnu, sem tengd sé sannri þjóðrækni, og að sigrast á öll- um leifum borgaralegrar þjóðrembingsstefnu. Öll ágreiningsefni, er upp kynnu að koma milli sósíalistísku landanna, er unnt að leysa að fullu með viðræðum í féiagslegum anda, þar sem meg- inreglur sósíalistiskrar alþjóðahyggju séu hafðar stranglega í heiðri. m. Þorri verklýðsstéttar og vinnandi fólks í öllum löndum lítur með djúpri samúð til sigurs sósíalismans i Ráðstjórnarríkjunum og árangursríkrar sósíalistískrar þróunar í alþýðulýðveldunum. Hugsjónir sósíalismans vinna sér milljónir nýrra fylgjenda. Þetta veldur því, að hin heimsvaldasinnaða borgarastétt leggur æ meira kapp á að móta hugarfar fjöldans sér í hag. Hún falsar sósíalism-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.