Réttur - 01.01.1958, Page 145
R E T T U R
145
afsali sér aldrei völdum af fúsum vilja. Harka stéttabaráttunnar
og baráttuforma velta þá ekki svo mjög á verkalýðsstéttinni, held-
ur andstöðu afturhaldsins við vilja meginhluta þjóðarinnar. Þetta
verður undir því komið, hvort yfirstéttin ræðst í það að beita
ofbeldi á einhverju stigi baráttunnar fyrir sósíahsmanum.
Það mun fara eftir sögulegum erfðum og aðstæðum í hverju
landi um sig, hvaða mynd breytingin frá auðvaldsskipulagi til
sósíalisma tekur á sig í hlutaðeigandi landi.
Kommúnistaflokkunum er áhugamál, að samstarf megi takast
með þeim og sósíaldemókrataflokkunum í baráttunni fyrir því
að bæta lífsskilyrði hinna vinnandi stétta, varðveita og auka lýð-
réttindi þeim til handa, baráttunni fyrir þjóðlegu sjálfstæði og
eflingu þess, fyrir friði þjóða í milli, svo og fyrir valdatöku verka-
lýðsins og framkvæmd sósíalismans. Enda þótt foringjar hægri
manna í sósíaldemókrataflokkunum leggi sig alla fram um það
að afstýra slíkri samvinnu, gefast mörg tækifæri til samstarfs
kommúnista og sósíaldemókrata í margs konar efnum. Skoðana-
ágreiningur kommúnistaflokka og sósíaldemókrataflokka ætti ekki
að aftra þeim frá samstarfi um þau fjölmörgu og mjög brýnu
viðfangsefni verklýðsstéttarinnar, sem úrlausnar bíða.
í löndum sósíalismans, þar sem verklýðsstéttin hefur völdin,
hafa komúnistaflokkarnir og verklýðsflokkarnir tök á að viðhalda
nánum tengslum við fjöldann, og ættu þeir að gera sér allt far um
að styðja þennan fjölda og vekja hann til fullrar vitundar um
vald sitt í þjóðfélaginu og til hlutdeildar í framkvæmd sósíalism-
ans og varðveizlu hans. Ráðstafanir þær, sem gerðar hafa verið
í sósialistísku löndunum undanfarin ár í því skyni að rýmka hið
sósíalistíska lýðræði og örva gagnrýni og sjálfsgagnrýni, hafa
stuðlað mjög að því að efla samstöðu fjöldans, athafnasemi hans
og skapandi framtak, en styrkja þjóðfélagskerfi sósíalismans og
hraða fullnaðarframkvæmd hans.
Til þess að takast megi raunveruleg samstaða verklýðsstéttar-
innar, alls vinnandi lýðs og allra framsækinna, frelsissinnaðra
og friðsamra afla mannkynsins er tvímælalaus nauðsyn að efla
einingu kommúnistaflokka og verklýðsflokka allra landa og sam-
stöðu þeirra sín í milli. Sú samstaða er kjarni þeirrar víðtækari
samstöðu, sem er helzta trygging fyrir sigri málstaðar verklýðs-
stéttainnar.
Ábyrgð kommúnistaflokkanna og verklýðsflokkanna er sérstak
lega mikil, að því er varðar örlög hins sósialistíska heimskerfis
og hinnar kommúnistísku hreyfingar í heiminum. Fulltrúar
kommúnistaflokka og verklýðsflokka, sem saman komnir eru á
fundinum, lýsa þeim ásetningi sínum að vinna sleitulaust að því