Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 5
DR. JAKOB JÓNSSON:
GISLI JONSSON
ritstjóri
I
Gísli Jónsson ritstjóri í Winnipeg mun jafnan verða talinn meðal
þeirra, sem ágætastir hafa verið í flokki frumherjanna í íslenzku menn-
ingarlífi vestan hafs. Þegar ritstjóri Andvara mæltist til þess, að ég skrifaði
um hann í tímaritið, fann ég þegar í huga mínum löngun til að skrifa
greinina sökum margra ára vináttu við Gísla. Að hinu leytinu finn ég,
að það er ekki auðvelt. Gísli var mjög látlaus maður hæði í framkomu
sinni og starfi. Ævistarf hans var unnið með þeim hætti, að fljótt á litið
skar það sig lítt úr, en við nánari kynni af persónu hans sjálfs, skrifum
hans og skáldskap, og þátttöku hans í félagslífi vex maðurinn stöðugt. Og
ekki nóg með það. Vegna lifandi hugsunar, óvenjulegra vitsmuna, næmrar
tilfinningar og listgáfu verður hann eins og ljóskastari, sem varpar birtu
yfir fjölmarga hluti í sögu Vestur-íslendinga, sem annars væru ráðgáta
þeim mönnum, sem horfa á atburðina úr fjarlægð. Það er einmitt þessi
hlið á ævistarfi þessa merka manns, sem gerir það að verkum, að ég ræðst
í að skrifa þessa grein. Vonandi gerir það mér auðveldara fyrir um
skilning, að fyrsta veturinn af sex, sem ég átti heima í Canada, var ég
dvalargestur á heimili þeirra hjónanna, Gísla Jónssonar og Guðrúnar
Finnsdóttur. En það eykur mjög þekkingu á Gísla að hafa einnig kynnzt
konu hans. Svo náið var samstarf þeirra.
II
Gísli Jónsson var fæddur að Háreksstöðum á Jökuldalsheiði 9. febrúar
1876. Foreldrar hans voru Jón bóndi Benjamínsson og kona hans Guð-
rún Jónsdóttir. Hefir Gísli sjálfur gert grein fyrir ættum þeirra í bók
sinni Haugaeldum (bls. 272 o. áfr.). Þær liggja um Þingeyjarsýslu og
norðanvert Austurland. Aldrei hafði Gísli nein kynni af móður sinni, því