Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 85
ANDVAHI
INDÍÁNINN JOIIN RAMSAY
83
smíSa árar á byttuna sína. Hann hirti ckki um að fá sér sagaða planka, heldur
tók efnið úr skóginum, þó meiri fyrirhöfn væri að telgja það til. Eitt sinn kom ég
til hans, þar sem hann var að þessu verki. Ég hafði meðferðis birkistaur og
alllangan snærisspotta. Hann spurði mig, hvað ég ætlaði að gera með þennan
birkistaur. Smíða ör og boga, sagði ég. Þá skellihló Ramsay, sagði, að ég gæti
aldrei smíðað boga úr þessu efni, það væri engin stæling í birki. Hann hætti við
árarnar, fór út í skóg og sótti tvær pílviðarspýtur (willow), aðra afar hlykkjó.tta,
bina þráðbeina.
Hann settist nú niður hjá eldinum (því alls staðar þar sem hann hélt kyrru
fyrir, varð hann að hafa lítinn matseld og tekönnuna við hendina) og tók að
telgja beinu spýtuna. Mig undraði að sjá, að beina spýtan átti að verða boginn.
Hann sá þetta á mér og fór að skellihlæja. Það gat þó ekki verið, að hann
astlaði að smíða örina úr hlykkjóttu spýtunni, örina, sem mest áríðandi var að
væri þráðbein. Jú, reyndar. Þegar hann hafði lokið bogasmíðinni, tók hann að
telgja örina, sem varð óhjákvæmilega marghlykkjótt úr slíkum efnivið. Mér
alveg blöskraöi, og ég sagði Ramsay álit mitt í fullri meiningu, að þetta gæti aldrei
orðið ör. Honum var sannarlega vel skemmt. Eg benti honum á birkidrumbinn,
sem ég hafði ætlað í bogann, og innti hann eftir, hvort þar væri ekki hagkvæmara
efni í ör, drumburinn væri þó beinn. Þá ætlaði Ramsay að springa. Ég reyndi
að sannfæra hann um, að ómögulegt væri að hitta mark með svona hlykkjóttri
ör. Hann sagðist skyldi verða fyrstur til að skjóta henni í mark og bað mig að
hlaupa heim, sem var allskammt að fara, að sækja andarvængi, sem hann átti
þar. Þegar ég kom til baka, var örin orðin þráðbein. Hvernig hann hafði rétt
hana úr hlykkjunum, vissi ég aldrei. Þegar ég innti hann eftir því - og ég
gerði það oft - hristi hann bara höfuÖið og brosti glaðlega. Hér var nokkuÖ, sem
honum var ekki annt um að kenna hvítum manni. Hvar er nú sá vísindamaður
utan Indíána, sem ráðið gæti gátuna? Engin áhöld hafði hann handbær nema
exi og hníf. Að sönnu hafði hann eld og vatn við höndina, en engin för sáust á
órinni eftir höfuðskepnurnar. Engin verksummerki sáust nema för eftir hníf-
hakkann hans í þéttunr hringjum kringum legginn, þar sem hlykkirnir höfðu
verið. Eftir að hann var búinn að setja strenginn á bogann og binda þrjár
Ijaðrir úr andarvængnum á endann á örinni, lagði Ramsay ör á streng, dró upp
að hnúð, skaut til marks og hæfði.