Andvari - 01.01.1975, Page 16
14
JAKOB JONSSON
ANDVARI
hafsins, grætur barnið í hörpunni að nýju, og klofnar „kynstofn vors lands“,
,,þá verður það lífsnauðsyn að bjarga afkvæmi norrænnar menningar -
einstaklingsfrelsinu".
Það, sem hér hefir verið sagt, á auðvitað ekki við séra Rögnvald og
Gísla eina, en hvort Gísli átti þennan hugsunarhátt einn eða með
öðrurn, skiptir ekki máli, heldur hitt, að bæði dæmið um Berurjóður og
fjölmörg önnur úr ritum Gísla og Guðrúnar konu hans bera þess vott, að
dæmi fornbókmenntanna og íslenzkra sagna voru þeim kyndill til göngunnar
inn í nýjan tíma, en ekki aðeins fagurfræðileg nautn. Það er því hreinn
misskilningur, að þjóðræknisstefna þessa fólks hafi verið þjóðernishroki,
fornaldardýrkun eða uppgjöf gagnvart verkefnum framtíðarinnar, heldur
þvert á móti framsókn hugans til nýrra landvinninga.
Gísli skrifaði nokkuð í Heimi og birti þar einnig fáein kvæði undir
höfundarheitinu Viðar. - Þar kom einnig hin skemmtilega grein hans um
Hallfreð vandræðaskáld, sem í raun og veru er alls ekki um Hallfreð, heldur
vandræðaþjóðina Islendinga.
V
,,Heimir“ var stofnaður í þeim tilgangi fyrst og fremst að verða málgagn
frjálstrúarmanna, þó að efnisyfirlitið beri þess glögglega vitni, að útgef-
endur háru fyrir brjósti andlega menningu yfirleitt. Hlutverk ritsins var
alls ekki fólgið í því að einangra lesendur þess við þjóðlegt, íslenzkt efni.
Jafnvel þvert á móti. Höfundarnir leggja stund á að leiða erlenda hugsuði,
skáld og fræðimenn til sætis í salarkynnum Islendinga. En það skyldi gert
í þeim tilgangi að efla frelsisást og framfarahug þeirra, svo að þeir yrðu
færari um að leggja rækt við það bezta í sínum eigin arfi. Enn fremur skal
þess minnzt, að þeir, sem fastast stóðu saman um frjálslyndi í trúmálum,
voru einnig allra manna fúsastir til að skipa sér í fylkingu með kirkjulegum
andstæðingum, þegar um þjóðræknismálið var að ræða. Og þegar rifjaður
er upp starfsferill Gísla Jónssonar, kemur í Ijós, að hann hefir bæði í rit-
störfum sínum, félagsstörfum og listum verið oddamaður í þeirri fylkingu,
sem sameinaði andstæður fremur en sundraði. Ég hefi á öðrum stað (,,I
kirkju og utan,“ Rvík 1949, bls. 22) bent á, hvernig Guðrún Finnsdóttir, í
skáldskap sínum, hefur sig upp yfir andstæðurnar ,,og horfir svo hátt, að
bæði hið gamla og hið nýja verður áfram innan sama sjónhrings“. Hún