Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 105

Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 105
ANDVARI — , ÞEIR LÖGÐU UPP AÐ MORGNI, EN EFTIR HANN VARÐ" - 103 Hvort sem kvæðið Afsökun hins skuggsýna er svo til komið sem hér er ætlað eða ekki, kaus Stephan að bíða átekta, og birti hann ekki eftirmælin um Gísla Dalmann fyrr en í Heimskringlu og Öldinni 11. janúar 1893. Kann að vera, að hann hafi vænzt þess, að Carolinu yrði þá runninn mesti móðurinn, en það fór á annan veg. Hún settist þegar við 25. janúar 1893 og ritaði eftirfarandi grein, er síðan birtist í 9. tbl. Lögbergs 1893 undir fyrirsögninni: Og enn kvað ’ann! ,,Svo má virðast, að eigi megi minna vera en ég viðurkenni að hafa lesið eftirmæli þau, er St. G. Stephansson kveður í Heimskringlu eftir manninn minn sáh, G. Dalmann. Þá vil ég geta þess og, að þeir G. sál. og Stephan höfðu til margra ára verið góðkunningjar og þar til og með tengdir á þann hátt, að G. sál. var föÖurbróðir konu Stephans. Nú mundi margur að óséðu ætla, að í þessu ljóði hlyti að mega finna hlýlegan anda, snert af viðkvæmni, eitt vinsamlegt orð; ofurlítinn vott virðingar fyrir minningu hins látna; einhvers getið honum til sæmdar fremur en vanheiðurs. Nei, skáldið segir hann hafi týnzt (glatazt?) úr lestaför lífs; líf hans hafi verið kapphlaup um klungur og töf, er hvergi leifii eftir sig stíg eða spor og s. frv. Eins og menn vita, er það siður góðra kristinna skálda að heiðra minningu hinna látnu með því að kveða eftir þá saknaðarljóð og geta þeirra að góðu einu; ég leyfi mér að segja, að sá andi hefði vel mátt verða sýnilegur í hinu umrædda Ijóði, en að kasta á eftir þeim brigzlyrðum, gera níðingar einir. Ég viðurkenni, að í þessari nýju kveðju Stephans finn ég ekkert annað en ís, engan græðandi geisla, engan tilgang skáldsins annan en að hella beizkju i blóðug sárin og byrla mér tárin. Svo brunnið er hjartað burt lir Stephans Ijóðum, þar bólar ei meir á tilfinningum góðum, þau aðeins geyma dimma gröf og dmiða, og Drottins orða rúmið tóma, auða. Ég hef því skáldinu sorglega lítið að þakka.“ Carolína gerist æði-gífuryrt í þessari grein sinni og lætur eins og ver sjaum tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. í dánartilkynningunni í Lögbergi tok hún sjálf svo til orða, að eiginmaður hennar hefði burtkallazt ,,fra þreytu og þjáningum þessa lífs“, svo að naumast verður sagt, að skáldið kveði miklu fastara að orði í kvæði sínu. Þá slengir Carolína saman vísuorðum 3. og 4. erindis og eykur í orði til áherzlu. Stephan lýkur 3. erindi á þessa leið:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.