Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 132

Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 132
130 SVEINN BERGSVEINSSON ANDVAUI víkka, þegar neðar dregur. Til eru náttúrlega lækjadrög, lækjabotnar á fjöllum uppi, stundum kölluð daldrög. Eg hafði það eftir Bernharði Stefánssyni, sem nákunnugur var á þessum slóðum, að yfirleitt væri allt það í Oxnadal, sem Jónas telur upp í Dalvísu. Eigi að síður er þetta einkennilegt vistkerfi, þótt ekki sé kannski allt í Steinsstaða- landi, sem Jónas telur upp. Á láglendinu ætti að vera smágrund, flói og fífu- sund. Bernharð talar um flóann og fífusundið fyrir neðan og utan Steinsstaði. Að mínu viti þekkist smáragrund aðallega á nýrækt. Vafasamt tel ég að kalla valllendisgrund smáragrund. Það mun líka sjaldgæft eða segjum lítt hugsanlegt vistkerfi, að tvær svo ólíkar grundir án tilverknaðar manna séu í einum og sama dal, þröngum eins og Öxnadalur er. Snúum okkur þá að hlíðinni, hvort sem hún er í Steinsstaðalandi eða ekki. Þar er brekka fíflum prýdd og hlíð grösug með berjalautum. Flestum íslendingum verður frekar hugsað til túnsins, þegar lýst er fíflastóði, nema um undafífil sé að ræða. Það er líka sjaldgæft, að berjalautir sé að finna í grösugum hlíðum. Fari maður til herja, er leitað helzt í holtum og lyngbrekkum, eða svona var það á Vestfjörðum í mínu ungdæmi. Þeir Norðlendingar, sem skrifað hafa greinar í Lesbók Morgunblaðsins um Gljúfrabúa Jónasar, minnast ekki á heiti fossins upp af Steinsstöðum. Annars eru þeir sannfærðir um það, að sé það einhver sérstök sveit eða dalur, sem Jónas yrkir um, þá sé þennan „Gljúfrabúa" frekar að finna í Öxnadalnum en undir Eyjafjöllum. Þá er og óvissa um, hve gamalt nafnið sé. Elztu menn undir Eyjafjöllum segjast hafa heyrt nafnið hjá sínum foreldrum og hafi það því getað verið algengt á dögum Jónasar. En natnið eitt dugir ekki, ef staðsetja skal kvæðið. Þó að Jónas hafi þekkt það þar, hefur hann getað flutt það sem samheiti (og þá með litlum staí) yfir á fossinn í æskudalnum. „Góða skarð með grasahnoss" kvað vera upp af Steinsstöðum, sbr. B. St. 1 síðasta erindi er talað um „sæludaL og „þín er grundin gæðaflest". Þess má geta til, að þessa skáldlegu sýn hafi borið fyrir innri sjónir skáldsins í Sor0 án heinna tengsla við veruleikann. „Sæludalurinn" er enginn dalur, sem við getum séð eða kynnzt 1 einni sjónhending. Hann er engin heil mynd eins og Þú stóðst á tindi Heklu hám og horfðir yfir landið fríða, þar sem um grænar grundir líða sliínandi ár að ægi hlám ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.