Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 91

Andvari - 01.01.1975, Page 91
andvabi MINNI LANDNÁMSINS 89 Er talið, að Stefán hafi komið því til leiðar, að bryggja varð byggð að Hnaus- um, enda efndi hann til hinnar mestu veizlu, sem haldin hefir verið meðal Vestur-lslendinga fyrr og síðar, er bryggj- an var vígð, og lét reka sjö þumlunga lang- an gullnagla í bryggjusporðinn. Tjölduðu þau Stefán og frú hans Valgerður urn þjóðbraut þvera, og máttu allir, um 700 manns, hafa það af vistum, er þeir vildu. Þeir bræður áttu stóran seglbát og voru sífellt í siglingum um allt Winnipegvatn. En stærsta seglskipið á Winnipegvatni og hið langrammbyggilegasta, hafði hinn ötuli athafnamaður Kristjón Finnsson, sem rak þá verzlun og viðarsögun í Lundi- þorpi, látið smíða sér og hafði til timbur- flutninga frá Lundi til Selkirk. Hét það Sigurrós. Sigurrós flutti líka fólk og kvik- fénað, sögunarmylnur og saumnálar. 1 lestinni hafði hún margan ullarpokann fyrir þá að snúast á til réttrar trúar, sem steyptust ofan urn lúkugatið. Fargjaldið frá Lundi til Selkirk fyrir hvern fullorð- inn farþega var 50 c., og ef nesti hans þraut vegna byrleysis, fékkst nógur matur ókeypis hjá skipshöfninni. Flvergi fékkst meira né betra fyrir 5 c. en á Sigurrósu. Vildi ég, að öll veröldin, sem nú þjáist af verðbólgu, tæki sér hana til fyrir- myndar. Fyrsti skipstjórinn hét Oddur og var Eiríksson, hinn mesti efnismaður, en dó ungur. Sá er lengst var skipstjóri á Sig- urrósu var hinn víðkunni sægarpur Júlíus Sigurðsson. Fyrstu Galla, sem til Nýja- íslands komu, flutti Sigurrós til Gimli, mestmegnis kerlingar og krakka, því karl- arnir urðu eftir í Winnipeg að vinna þau verk, sem landar töldu sér ekki lengur samboðin. Á leiðinni til Gimli skeði það, að skipherranum varð litið ofan í káctuna til kerlinganna og sér, að gólfið er yfir flotið, hyggur skipið sé tekið mjög að leka. Var að því komið, að hann skipaði öllum (nema kerlingunum, sem hann hugði þeg- ar á floti) að setja á sig sundbeltin, ef mætti þannig lengja lífið um nokkur augnablik til bænahalds. Hann vaknaði þá til skyldunnar, þaut að dælunni og pumpar og pumpar, en ekkert vatn kem- ur. Gat það verið, að dælan væri biluð? Það var alveg óhugsanlegt. Hún hlaut að vera óforgenileg eins og skipið sjálft. Hann lét dæluna ganga einu sinni enn til reynslu. Ekkert vatn. Hann þaut ofan í káetuna til kcrlinganna, kom aftur og lýsti því yfir í heyranda hljóði, að hættan væri afstaðin; það sem væri á káetugólfinu væri - guði sé lof - ekki Winnipegvatn. Sama árið og þeir Friðjón og Sigtryggur hófu viðarsögun við fljótið keyptu þeir all- stóran og glæsilegan gufubát, sem Vict- oría hét. Hún hafði alla kosti, sem einn bát mega prýða, og var elskuð og virt af öllum fljótsbúum og talað um hana sem lifandi veru. Þá létu þeir félagar Friðjón og Sigtryggur smíða á Möðruvöllum tvö stór flutningaskip eða barða og létu heita í höfuð tveim systrum Hannesar Hafstein, Soffíu og Láru. Barðar þessir voru til vöru- og timburflutninga, og var Victoría með þá í eftirdragi í vikulegum ferðum milli Möðruvalla og Crossing. Nokkru síðar byggðu þeir á sama stað stórskipið Aurora. Var hún fyrst höfð fyrir barða. Dró þá Victoría 3 barðana. Síðan gerðu þeir félagar úr henni hjólskip og eitt af stærstu og hraðskreiðustu gufuskipum á Winnipegvatni. „Hannessonbræður" á Gimli keyptu stóra skonnortu, sem hét Gold Seal, og breyttu í gufubát og nefndu Gimli. Hún var í laginu eins og íslenzkur sauðskinnsskór og leit út sem hún gæti gengið betur á landi en vatni. Að henni útgerðri smíðuðu þeir bræður snotran gufubát og nefndu Ospray. Var hann víða í förum. Mikleyingarnir Kjartan Stefáns-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.