Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 6

Andvari - 01.01.1975, Page 6
4 JAKOB JÓNSSON ANDVARI að hún lézt skömmu eftir að hann fæddist. Þá réðst að Háreksstöðum ekkja ein, Guðríður að nafni, og tók hún miklu ástfóstri við drenginn. Mun hún hafa átt mestan þátt í uppeldi hans, enda þótt faðir hans kvæntist öðru sinni. Gísli var alinn upp á Háreksstöðum ásamt stórum hópi systk- ina. Virðist sterk menntalöngun hafa búið með þeim öllum. Háreksstaðir hafa verið afskekktur bær, og mætti því ætla, að Gísli og systkini hans hefðu verið alin upp við þröngan sjónhring og lítil áhrif frá umheiminum. En í rauninni leit rnyndin töluvert öðruvísi út á seinni hluta nítjándu aldar en á fyrri hlutar hinnar tuttugustu. Byggðin á heiðinni var líkust því, að þar væri nýlenda aðfluttra landnámsmanna, þótt töluverður spölur væri milli bæja. Skammt var að fara til Austfjarða, og leiðir lágu bæði norður og suður. En Austfirðir voru þá ef til vill sá landshluti, sem bezt lá við samgöngum við umheiminn. Af þessu leiddi, að sumar þær hræringar, sem síðar höfðu áhrif á alla þjóðina, fengu einna fyrst fótfestu á Austurlandi. Bókakostur hefir sjálfsagt verið harla takmarkaður á Háreksstöðum, en allt það, sem frá Gísla hefir komið, ber því glöggt vitni, að hann hefir á unga aldri drukkið í sig fornbókmenntirnar, en jafnframt haft opinn huga fyrir þeim fáu fræðibókum, sem til náðist og voru nýrri af nálinni. Rit eins og Alþýðubók síra Þórarins i Görðum var mjög vel til þess fallin að ýta undir forvitni og fróðleiksfýsn unglinga. Síðast en ekki sízt var það heiðin sjálf, landið og tengsl þess við alþýðuskáldskap þjóðsögunnar, sem hlaut að verða hugsandi unglingum að lind andlegrar endurnæringar. Eg hygg, að það hafi alveg ósjálfrátt verið venja fólks í þann tíð að kenna unglingum örnefni og kennileiti með þeim hætti að tengja þau við sögur og sagnir, þegar þess var nokkur kostur, og því sáu menn fyrir sínum innri augum landið morandi af lífi margra kynslóða. Auðfundið er af ferðaminningum Gísla, er hann skráði á efri árum sínum, í eða eftir Islandsför, að þannig hefir hann kynnzt landinu. Ahrif náttúrunnar sjálfrar á viðkvæman tilfinn- ingamann með ríku ímyndunarafli eru hvarvetna auðfundin í því, sem Gísli lætur eftir sig. Sterkur þáttur í bernskuáhrifum Gísla var söngurinn, sem var einkum tengdur við húslestrana, er faðir hans rækti af mikilli samvizkusemi. Var hann góður lesari og hafði góða söngrödd. Loks er að geta þeirra áhrifa til mótunar, sem fólgin voru í starfi og leik. Margir merkir menn hafa lýst bernskustöðvum sínum af tilfinningu, en þegar Gísli kemur að rústum Háreksstaða á efri árum, snögga ferð,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.