Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 84

Andvari - 01.01.1975, Page 84
82 GUTTORMUR J. GUTTORMSSON ANDVARl tók okkur vel, en var mjög feimin. Hún kom sér ekki að því að leika sjálf á IiJjóðfærið og bað Hólmfríði ósköp lágt að gera það fyrir sig. Þetta var svartur vel skyggður kassi, sem stóð upp á borði. Löng og líklega sjö þumlunga breið pappírsræma með þéttum götum á rann inn um annan endann á kassanum og út um hinn, þegar sveif, sem var á hliðinni á honum, var snúið. Hljómaði fagurlega margraddað lagið pappírsræmuna á enda. Var hvert lagið eftir annað leikið á þennan hátt, og varð ég gagntekinn af hrifningu. Eg hygg, að þetta hafi verið fyrsta hljóðfærið, sem ég heyrði. Forkunnarfagrar myndir af englum með hljóðfæri hafði ég séð, en enga af bólugröfnum afskræmdum Indíánaengli með „lýrukassa" (svo nefndi móðir mín hljóðfærið). Þetta var hið eina, sem sannfærði mig um, að María væri enginn engill. Negra- og Indíánaenglar voru auðvitað ekki til! Var álitið, að Ramsay hefði þurft að svara út fáeinum feldum fyrir slíkan dýrgrip sem þetta hljóðfæri var. Yfirleitt var Indíánum ekki umhugað um að kenna íslendingum listir sínar. Ekki sóttust þeir eftir að læra neitt af íslendingum. Indíánar völdu sér laufléttar, þunnar og flugheittar exir, en íslendingar blýþung pálþykk kjögg og oftast bitlaus. Hnífa og exir notuðu Indíánar allt öðruvísi en íslendingar, t. d. tálguðu Indíánar að sér, en Islendingar frá sér. Ramsay var eini Indíáninn, sem kenndi íslendingum ýmislegt, sem kom þeim að góðu gagni (hefir verið sagt frá því annars staðar af ýmsum), svo sem að veiða fisk upp um ís, gera þök lekalaus með leir og strái, veggi fokhelda og trekklausa með því að hræra saman hey og leir að klessa í rifur milli bjálka. Má vera, að hann hafi verið Indíáninn, sem varaði föður minn við stórflóðum og ráðlagði honum að byggja húsið upp á þriggja feta hárri stétt. Meira heilræði en það gat ekki hugsazt. Vel hefði íslendingum komið að læra fleira af Indíánum, svo sem afla sér alls konar lita, sem Indíánakonurnar höfðu til að lita moosedýrshár og seymi til skreytingar skóm og skinntreyjum. íslendingar fengu skyrbjúg af harðrétti. Mjólkurleysi var aðallega um kennt. A þeim tíma höfðu Indíánar engin kúabú. En þeii kunnu að hagnýta sér ýmsar jurtir, þ. á m. hið svonefnda Indíánate, sem íslendingar ekki þekktu. Ramsay var einkar góður við alla unglinga. Þótti öllum unglingum vænt um hann. í mestu afhaldi hjá honum voru þeir Vigfús bróðir minn og Guðmundur Jónsson á Fögruvöllum, sá er fann upptök íslendingafljóts. Ramsay gaf Vigfúsi fallega barkarkænu, var það stórhöfðingleg gjöf. Guðmund hafði hann með sér á veiðitúrum, kenndi honum að smíða bjarnargildrur og ýmsar veiðikúnstir. Varð Guðmundur nafnkenndur veiðimaður. Atvik man ég, sem mér finnst lýsa Ramsay að nokkru. Það var á þeim tíma, er hann var til húsa hjá okkur. Eitt sem hann hafði fyrir stafni var að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.