Andvari - 01.01.1975, Page 84
82
GUTTORMUR J. GUTTORMSSON
ANDVARl
tók okkur vel, en var mjög feimin. Hún kom sér ekki að því að leika sjálf á
IiJjóðfærið og bað Hólmfríði ósköp lágt að gera það fyrir sig. Þetta var svartur
vel skyggður kassi, sem stóð upp á borði. Löng og líklega sjö þumlunga breið
pappírsræma með þéttum götum á rann inn um annan endann á kassanum
og út um hinn, þegar sveif, sem var á hliðinni á honum, var snúið. Hljómaði
fagurlega margraddað lagið pappírsræmuna á enda. Var hvert lagið eftir annað
leikið á þennan hátt, og varð ég gagntekinn af hrifningu. Eg hygg, að þetta
hafi verið fyrsta hljóðfærið, sem ég heyrði. Forkunnarfagrar myndir af englum
með hljóðfæri hafði ég séð, en enga af bólugröfnum afskræmdum Indíánaengli
með „lýrukassa" (svo nefndi móðir mín hljóðfærið). Þetta var hið eina, sem
sannfærði mig um, að María væri enginn engill. Negra- og Indíánaenglar voru
auðvitað ekki til! Var álitið, að Ramsay hefði þurft að svara út fáeinum feldum
fyrir slíkan dýrgrip sem þetta hljóðfæri var.
Yfirleitt var Indíánum ekki umhugað um að kenna íslendingum listir sínar.
Ekki sóttust þeir eftir að læra neitt af íslendingum. Indíánar völdu sér laufléttar,
þunnar og flugheittar exir, en íslendingar blýþung pálþykk kjögg og oftast
bitlaus. Hnífa og exir notuðu Indíánar allt öðruvísi en íslendingar, t. d. tálguðu
Indíánar að sér, en Islendingar frá sér. Ramsay var eini Indíáninn, sem kenndi
íslendingum ýmislegt, sem kom þeim að góðu gagni (hefir verið sagt frá því
annars staðar af ýmsum), svo sem að veiða fisk upp um ís, gera þök lekalaus
með leir og strái, veggi fokhelda og trekklausa með því að hræra saman hey og
leir að klessa í rifur milli bjálka. Má vera, að hann hafi verið Indíáninn, sem
varaði föður minn við stórflóðum og ráðlagði honum að byggja húsið upp á
þriggja feta hárri stétt. Meira heilræði en það gat ekki hugsazt. Vel hefði
íslendingum komið að læra fleira af Indíánum, svo sem afla sér alls konar lita,
sem Indíánakonurnar höfðu til að lita moosedýrshár og seymi til skreytingar
skóm og skinntreyjum. íslendingar fengu skyrbjúg af harðrétti. Mjólkurleysi
var aðallega um kennt. A þeim tíma höfðu Indíánar engin kúabú. En þeii
kunnu að hagnýta sér ýmsar jurtir, þ. á m. hið svonefnda Indíánate, sem
íslendingar ekki þekktu. Ramsay var einkar góður við alla unglinga. Þótti öllum
unglingum vænt um hann. í mestu afhaldi hjá honum voru þeir Vigfús bróðir
minn og Guðmundur Jónsson á Fögruvöllum, sá er fann upptök íslendingafljóts.
Ramsay gaf Vigfúsi fallega barkarkænu, var það stórhöfðingleg gjöf. Guðmund
hafði hann með sér á veiðitúrum, kenndi honum að smíða bjarnargildrur og
ýmsar veiðikúnstir. Varð Guðmundur nafnkenndur veiðimaður.
Atvik man ég, sem mér finnst lýsa Ramsay að nokkru. Það var á þeim
tíma, er hann var til húsa hjá okkur. Eitt sem hann hafði fyrir stafni var að