Andvari - 01.01.1975, Síða 139
ANDVARI
HVER MYRTI VÉSTEIN í GÍSLA SÖGUr
137
manna og goða: Miðgarðsorms og Fenrisúlfs, en aðalóvinur Miðgarðsorms er
Þór, sem hefur svipaða afstöðu til ormsins og Óðinn hefur til Fenrisúlfs; nú
er Grímur eitt af 'heitum Óðins, og höfum við því báða liðina í náfni Þorgríms.
En er það víst, að bæði dýrin í draumunum víki að Þorgrími goða? Af ýmsum
astæðum þykir mér það næsta ósennilegt, þótt skýring bandaríska fræðimannsins
sé gerð af mikilli hugkvæmni. Flitt þykir mér tækilegra, að höggormurinn sé
eins konar tákn fyrir Þorgrím nef og vargurinn beinist að Þorgrími goða. En Gísli
vildi eklci vakna við þriðja drauminn af þeirri einföldu ástæðu, að þá hefði verið
bent til sektar þriðja manns, Þorkels bróður hans. Hetjuna hryllir við þeirri
tilhugsun, að hann verði þá að 'hefna Vésteins fóstbróður síns með því að vega
Eorkel bróður sinn. Þótt ég vilji ekki taka jafndjúpt í árinni og Anne Holtsmark
og ráða það í leyndardóma sögunnar, að Þorkell sé vegandinn, er ýmislegt, sem
fellir grun á hann. Einhver skýrasta ábendingin er í fimmtánda kafla, þegar Gisli
biður Geirmund að láta lokur frá hurðum á Sæbóli um kveldið áður en Þorgrímur
er veginn. Þá spyr Geirmundur: „Mun Þorkatli bróður þínum við engu hætt?“
Geirmundur virðist ekki einungis gera því skóna, að Gísli geti orðið bróður-
tnorðingi, heldur felst í spurningunni óbein yfirlýsing um grun Geirmundar,
að Þorkell sé sekur um morðið á Vésteini.
Niðurstaðan á þessum athugunum hlýtur að fara á einn veg, að höfundur
Gtsla sögu (styttri gerðarinnar) vildi láta gruninn falla jafnt á þá Þorkel og
Þorgrím goða, þótt hann hagi einnig frásögn sinni á þá lund, að Þorgrímur nef
verður ekki sýknaður heldur. Um íslendingasögur hefur þráfaldlega verið rætt
eins og þær séu sagnfræðilegs eðlis, en þegar við fjöllum um Gísla sögu sem
skáldverk, þá er ekki örðugt að samræma gátuna um morðið á Vésteini við aðra
ntyrka þætti listaverksins. Við getum ekki leyst gátuna af þeirri einföldu ástæðu,
að höfundur sögunnar kaus að halda því leyndu, hver morðingmn var. Eins
°g söguhetjan sjálf vildi höfundur ekki kveða á um það, hver vígið hafði unnið.