Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 39

Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 39
andvabi aðdragandi og upphaf vesturferda af íslandi á nítjándu öld 37 sem þeir urðu þannig viðskila við. Fremstur í flokki þeirra, sem svo einbeittir v°ru, fór Páll Magnússon frá Kjarna. Hann hafði allt til þessa verið einn ötulasti forsprakki fyrirtækisins og m. a. beitt sér fyrir blaðaútgáfu flutningunum til framdráttar. En nú tókst þannig til, að hann komst aldrei vestur, þótt ætlun hans væri vissulega sú að sæta betra færi. Skyndilegt fráfall hans á næsta ári batt skjótan enda á öll slík áform. Vafalaust var fyrsti áfanginn á flestan hátt örðugastur þessum brautryðj- endum íslenzkra vesturfara sumarið 1873. Má nærri geta, að farið hefur um suma, sem varla hafa verið of djarfir í fyrstu, þegar ein vikan leið af annarri a Akureyri áður en skipið kom. Síðan tók við þref og stapp um fargjald og hversu mikinn farangur hver einstakur mátti með sér hafa eða hvernig koffort og kistur máttu vera í laginu. Loks var sjóferðin, þar sem óþægilegt nábýli við hrossin hefur naumast bætt úr skák fyrir ósjóhraustum viðvaningum. Má mikið vera, ef ekki hefðu margir snúið við í Skotlandi slyppir og snauðir, hefði þess nokkur kostur boðizt. Flér blasir einmitt við hvílíkur reginmunur er á Ameríkuferðum þessara fátæku Evrópumanna fyrir 1914 og skemmtiferðum síðari manna. 1 þá daga lá yfirleitt engin fær leið til baka, nema gegnum meiri auðmýkingar en svo, að venjulegt fólk treystist til að axla slíkan kross, hvað þá heldur að leggja á ástvini sína. Nokkur hluti vesturfaranna 1873, eða um 30 af rúmlega 150, hafði afráðið að leggja leið sína rakleitt til Wisconsin. Flafði oddviti þess hóps, Þorlákur frá Stórutjörnum, einmitt sent Pál son sinn til þess að búa í haginn fyrir þá, sem á eftir kæmu. Sjálfsagt vildu þeir feðgar fá sem allra flesta í sinn hóp, helzt alla förunautana, en þá kom til skjalanna annar aðili, sem á augabragði sneri á þá. Þegar hér var komið sögu, höfðu Kanadamenn lengi mátt sjá blóðugum öfundaraugum eftir ótöldum þúsundum vesturfara, sem stigu á land í kanadisku hafnarborginni Quebec og skunduðu síðan sem mest þeir máttu suður fyrir landamærin og til Bandaríkjanna. Nú var sambandsstjórnin í Ottawa ásamt stjórnum einstakra fylkja Kanada farin að freista innflytjenda þessara með ýmsum gylliboðum, sem ekki buðust syðra. Það voru einmitt því lík boð, t. d. um ókeypis far frá Quebec til þess staðar, þar sem innflytjendurnir kysu að setjast að eða fyndu sér lönd til þess að byggja og nema; svo og um aðstoð, lán eða styrki yfir fyrsta og örðugasta hjallann, sem unnu meiri hluta íslend- inganna í hópnum 1873 og marga síðar til þess að reyna að setjast að í Kanada i stað þess að feta í slóð fyrri íslenzkra vesturfara til Wisconsin. í raun og veru var hér um afdrifaríkari atburð að ræða en menn gera sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.