Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 70

Andvari - 01.01.1975, Page 70
68 BJÖRN JÓNSSON ANDVAIU Gimli, 14. ágúst 1877. Kæru sveitungar! Þar eð svo margir ykkar báðu mig að skrifa heim úr þessu ókunna landi og segja frá ástandinu hér, en ég hcf svo sem ekkert gjört í því vegna ýmsra orsaka, fyrst, að ég hef ekki haft neina þá reynslu, að ég geti neitt byggt á hcnni, því ég vil ekkert skrifa, sem ég ekki er viss um að satt sé, svo hafa til þessa verið ýmsar hindranir á að koma bréfum héðan, því ekkcrt bréf hefir mátt fara úr nýlendunni, nema það hafi áður verið bleytt í eins konar eitri, svo bóluefnið gæti elcki leynzt í því; hafa svo sum þessi bréf orðið óles- andi eftir lítinn tíma, en nú er öllu því banni loksins aflétt, og sezt ég því við að rita ykkur nokkrar línur, en þar ég hef ekki tíma til að skrifa öllum, scm þess óskuðu, þá læt ég það vera í einu lagi, og verðið þið að senda miðann milli ykkar, cf ykkur þykir hann þess verður. Og ætla ég þá að byrja á því að lýsa ferðinni hingað, en ég verð að fara fljótlega yfir allt, annars yrði það of langt mál. Eins og þið vitið, fórum við um borð á Akureyri hinn lta júlí í fyrra, en skipið fór ekki þaðan fyrr en um morguninn eftir og kom á 5ta degi til Grajnjton1 í Skotlandi. Varð margt af fólki sjósjúkt á þeirri leið, einkum seinasta daginn, því þá var sjórót nokkurt; rúmið í skipinu þolanlegt, þó 739 farþegar væru á því. í Granton var skipinu lagt að bryggju, og gekk fólkið svo á land, en allur flutningur okkar var halaður með gufuvél, sem rúll- að var fram á bryggjuna, og gekk langur ás úr henni, sem náði fram yfir uppgöng- una úr lestinni, og úr endanum á ásnum keðja, sem náði ofan í lestina, og var henni krækt í kaðal, senr bundinn var utan um margar hirzlur í einu. Sté svo einn maður vélina til að stýra henni, en hún lyfti upp ásnum og sneri honum yfir bryggjuna, og tóku þá menn við og fleygðu í gufuvagnana, sem stóðu á bryggjunni. Þctta gckk allt af á hér um bil 2 klst. Þar fór fram lítilfjörleg toll- rannsókn. Þeir skoðuðu tvisvar í sama kúfortið hjá mér, aldrei í hin, enda fannst ekkert hjá neinum, er til tolls kæmi. Sama kvöldið fórum við í gufuvögnum til Glasgow, en urðum að bíða þar 4 daga eftir skipinu, scm flutti okkur um Atlants- haf. Glasgow er fjarska stór bær með mikl- um fjölda manna, og enginn, sem ekki hefir komið í stórstaði, getur ímyndað sér allt, sem þar gengur á og fyrir augun ber, gufu- og hestavagnar fleygjast þar aftur og fram án nokkurs millibils, alls konar varningur er boðinn, bæði úti og inni, peningavíxl og allt sem hugsast kann, og hvergi eru menn óhultir fyrir prettum og vasaþjófum, svo allt er að var- ast. Þessu til sönnunar skal ég segja ykkur dálítið ævintýri af mér þar. Morguninn eftir að við komum þangað, fórum við margir í búðir að fá okkur öl, þar við vórum ákaflega þyrstir. Danskir peningar gengu þar ekki, en ég hafði ekki enska mynt nema eitt pund í gulli (nálægt 18 krónum danskt), sem ölsalinn þóttist ekki geta skipt, en hjá honum var vel bú- inn maður, sem tók við peningnum, vék sér til hliðar og gjörði mér skiljanlcgt með bendingum, að hann ætlaði að býtta hon- um, cn þegar ég gáði bctur að, sá ég, að hann skauzt út um aðrar dyr og í rnann- þröngina og var þcgar horfinn, en ég stóð eftir mállaus, reiður og sneyptur, fór samt að leita Sigtrygg2 uppi; var hann þá með pólitíinu að yfirheyra víxlara, sem hafði svikið Islendinga, og mátti hann smáborga þar til Tryggvi3 var ánægður. Að því búnu sagði ég honum frá óförum mínum og bað hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.