Andvari - 01.01.1975, Page 70
68
BJÖRN JÓNSSON
ANDVAIU
Gimli, 14. ágúst 1877.
Kæru sveitungar!
Þar eð svo margir ykkar báðu mig að
skrifa heim úr þessu ókunna landi og
segja frá ástandinu hér, en ég hcf svo sem
ekkert gjört í því vegna ýmsra orsaka,
fyrst, að ég hef ekki haft neina þá reynslu,
að ég geti neitt byggt á hcnni, því ég vil
ekkert skrifa, sem ég ekki er viss um að
satt sé, svo hafa til þessa verið ýmsar
hindranir á að koma bréfum héðan, því
ekkcrt bréf hefir mátt fara úr nýlendunni,
nema það hafi áður verið bleytt í eins
konar eitri, svo bóluefnið gæti elcki leynzt
í því; hafa svo sum þessi bréf orðið óles-
andi eftir lítinn tíma, en nú er öllu
því banni loksins aflétt, og sezt ég því
við að rita ykkur nokkrar línur, en þar
ég hef ekki tíma til að skrifa öllum,
scm þess óskuðu, þá læt ég það vera í
einu lagi, og verðið þið að senda miðann
milli ykkar, cf ykkur þykir hann þess
verður. Og ætla ég þá að byrja á því að
lýsa ferðinni hingað, en ég verð að fara
fljótlega yfir allt, annars yrði það of
langt mál.
Eins og þið vitið, fórum við um borð
á Akureyri hinn lta júlí í fyrra, en skipið
fór ekki þaðan fyrr en um morguninn
eftir og kom á 5ta degi til Grajnjton1
í Skotlandi. Varð margt af fólki sjósjúkt
á þeirri leið, einkum seinasta daginn, því
þá var sjórót nokkurt; rúmið í skipinu
þolanlegt, þó 739 farþegar væru á því. í
Granton var skipinu lagt að bryggju, og
gekk fólkið svo á land, en allur flutningur
okkar var halaður með gufuvél, sem rúll-
að var fram á bryggjuna, og gekk langur
ás úr henni, sem náði fram yfir uppgöng-
una úr lestinni, og úr endanum á ásnum
keðja, sem náði ofan í lestina, og var
henni krækt í kaðal, senr bundinn var
utan um margar hirzlur í einu. Sté svo
einn maður vélina til að stýra henni, en
hún lyfti upp ásnum og sneri honum yfir
bryggjuna, og tóku þá menn við og
fleygðu í gufuvagnana, sem stóðu á
bryggjunni. Þctta gckk allt af á hér um
bil 2 klst. Þar fór fram lítilfjörleg toll-
rannsókn. Þeir skoðuðu tvisvar í sama
kúfortið hjá mér, aldrei í hin, enda
fannst ekkert hjá neinum, er til tolls
kæmi.
Sama kvöldið fórum við í gufuvögnum
til Glasgow, en urðum að bíða þar 4 daga
eftir skipinu, scm flutti okkur um Atlants-
haf. Glasgow er fjarska stór bær með mikl-
um fjölda manna, og enginn, sem ekki
hefir komið í stórstaði, getur ímyndað
sér allt, sem þar gengur á og fyrir augun
ber, gufu- og hestavagnar fleygjast þar
aftur og fram án nokkurs millibils, alls
konar varningur er boðinn, bæði úti og
inni, peningavíxl og allt sem hugsast
kann, og hvergi eru menn óhultir fyrir
prettum og vasaþjófum, svo allt er að var-
ast. Þessu til sönnunar skal ég segja ykkur
dálítið ævintýri af mér þar.
Morguninn eftir að við komum þangað,
fórum við margir í búðir að fá okkur öl,
þar við vórum ákaflega þyrstir. Danskir
peningar gengu þar ekki, en ég hafði ekki
enska mynt nema eitt pund í gulli (nálægt
18 krónum danskt), sem ölsalinn þóttist
ekki geta skipt, en hjá honum var vel bú-
inn maður, sem tók við peningnum, vék
sér til hliðar og gjörði mér skiljanlcgt með
bendingum, að hann ætlaði að býtta hon-
um, cn þegar ég gáði bctur að, sá ég, að
hann skauzt út um aðrar dyr og í rnann-
þröngina og var þcgar horfinn, en ég
stóð eftir mállaus, reiður og sneyptur,
fór samt að leita Sigtrygg2 uppi; var
hann þá með pólitíinu að yfirheyra
víxlara, sem hafði svikið Islendinga, og
mátti hann smáborga þar til Tryggvi3
var ánægður. Að því búnu sagði ég
honum frá óförum mínum og bað hann