Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 32

Andvari - 01.01.1975, Page 32
30 BERGSTEINN JÓNSSON ANDVARI mörku og Hamborg. Eftir að vestur kom héldu þeir útflutningsmálinu vakandi næsta áratuginn með tíðum bréfaskrifum, og sáu félagar þeirra um að fá bréf þeirra eða kafla úr þeim birt. Kom allt slíkt í Akureyrarblaðinu Norðanfara, sem þekkt var að því öll sín ár (1862-1885) að standa opið flestu eða öllu, sem birtingar var leitað á. Eini umtalsverði hópurinn, sem héðan fór og komst alla leið til Brasilíu, 30-40 manns, fór þangað sumarið 1873. En einmitt það ár komust hópferðir á héðan af landi til Norður-Ameríku. Tók þá fyrir Brasilíuferðir af íslandi, og rneira að segja fáeinir, sem þangað voru komnir, hurfu þaðan og til Kanada eða Bandaríkjanna. Það eru líka fólksflutningarnir til Norður-Ameríku frá og með árinu 1870, sem oftast er eingöngu átt við, þegar rætt er um vesturferðir íslendinga. Mætti þrengja tímabilið enn frekar og segja það hefjast með fyrsta hópnum stóra, 1873, en ljúka rétt upp úr aldamótum 1900. Þeir sem fóru fyrir 1873 voru varla nema á stangli, og eftir aldamót er helzt hægt að tala um eins konar eftirhreytur, síðbúna ættingja og einstaklinga fremur en hópa og stórar fjölskyldur. Á seytjándu öld réðu Svíar lítilli fótfestu á austurströnd Norður-Ameríku. Þá fluttust fáeinir þeirra þangað og urðu sumir eftir, þegar Englendingar tóku þær lendur undir sig. Þess má geta, að af Svíum þessum telja hvítir menn í Norður-Ameríku sig hafa lært að smíða þau hús og ganga frá, sem á íslenzku hafa verið kölluð bjálkahús. Síðan líður cg bíður svo, að fáir einir og sem næst stakir gerast til þess frá Norðurlöndum Evrópu að flytjast til Norður-Ameríku og setjast þar að. Það er loks 1825, að fámennur hópur norskra kvekara og náinna æítingja þeirra og vina tekur sig upp, fær sér skip og flyzt til New York ríkis. - Enn líða nokkur ár. Bréf fara rnilli frænda og vina, og senn fer fólk að tínast frá Noregi vestur um haf. Voru það einkum ódýrar og auðfengnar bújarðir, svo og von um betri afkomu, ef ekki vísan gróða, sem ýtti undir ungt sveitafólk og staðfestulitla fiskimenn að ráðast í þessi stórræði, þegar hér var komið sögu. Um 1840 eru Svíar einnig teknir að flytjast vestur, einkum úr héruðum og sveitum, þar sem tilfinnanlega var farið að þrengjast um menn; en líka voru þar áberandi áhangendur heittrúarsafnaða, sem áttu í útistöðum við ríkiskirkjuna og þjóna hennar. Danir eru þá einnig komnir á stúfana, en fara sér þó að öllu mun hægar en frændurnir handan Eyrarsunds. Heldur fór þessi fólksstraumur vaxandi en hitt næstu árin, en það kom í veg fyrir stórflóð, að ferðirnar voru í senn erfiðar og háskalegar, og þar á ofan voru þær ofvaxnar fjárhaglegri getu fátækra bænda og erfiðisfólks.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.