Andvari - 01.01.1975, Side 124
122
INDRIÐI INDRIÐASON
ANDVARI
LYNG FRÁ AUÐUM ÆSKUSTÖÐVUM
Er miðsvetrar snjöþögn að sveit hafði sett
með svefnfjötra af langnætti undna,
en fjölkvæður lækur og flaumur við klett
lá frosinn með tunguna bundna,
og lagztur var hugur í harðinda kör,
en hendingar kólnaðar gödduðu á vör -
Þá kom hún sem lífsmark frá landauðnum nyrzt
úr lyngmó við sandrok og snæinn
með æskuna, leikvöllinn, Ijóðin mín fyrst,
með landamörk, afdala bæinn,
með vonir og langanir, vakað og dreymt,
með vafa og ætlanir, munað og gleymt.
Og enn er hún, grein sú, af grannlyngi smæst
í grastó á umnæðings fjöllum,
á víðferli muna af hríslunum hæst
í hugmynda skógunum öllum.
Llr lautinni hennar er lengst upp að sól,
en laufgræn þó var hún í byl eftir jól.
- Á fornstöðvum okkar er sviplegt, að sögn,
tóm sandgröf er þar frammi í dölum.
Þar ráða nú öræfum auðn og hún þögn,
en útrýmt er heiðló og smölum.
Og langt er nú síðan í sandorpið kot
á sumardag fyrsta skall erindisþrot.
En eigir þú, sendari, leið um það land
og lifandi á grafarbarm sínum
þar verjist enn lyngtægjur lífshættusand,
þeim Ijóðstöfum skilaðu mínum -
þó deyjandi gróður þeir gæði ei með lið,
á grjótið samt bergmál, sem hrekkur þó við: