Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 156
154
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARI
við sjó. En hver er fuglinn? Hann verður að bera nafn, sem er samheiti við
höfða. Af nálega 200 fuglaheitum, sem fyrir koma í fornum nafnaþulum, og
öllum þeim heitum, sem nefnd eru í Fuglahók Almenna hókafélagsins, eru
fá ein, sem jafnframt eru fjallanöfn. Helzt eru súla, kambur og þau, sem enda
á -þvrill, -kollur og -múli. En höfði og staðhættir, sjór og björg, setja þröngar
skorður. Súla er sjófugl og uppfyllir skilyrði staðhátta, en vart eru súla og höfði
samheiti, þótt fjöll beri hæði. f öðru lagi heitir enginn bær á íslandi Súla.
Kambr er fornt hanaheiti, en fuglar af þyrla- og kollaæ':t eiga ekki heima á
Islandi og búa ekki fremur en hanar í hjörgum. Aðeins -múli kemur til greina.
Eina fuglsheitið, sem endar á -múli, er tyrðilmúli. Það er löngu aflagt
og með öllu horfið úr lifandi máli. Tyrðilmúli er af svartfuglaætt, kallaður
klumba á síðari öldum. Hann heitir öðru nafni álka, á fræðimáli alca torda.
Kjörlendi álkunnar er „grunnsævi og strandhöf. Verpur í byggðum í sjávar-
björgum" (Fuglabók AB, 202. bls.). Hann á heima í norðanverðri Evrópu, m. a.
á fslandi. - Múli er samheiti við fjallanöfn eins og Höfði, Enni og Núpur.
í gamalli gátu (frá 13. öld) segir svo: ,,Ek sá fljúga fugla marga.“ Gátan
er þrjár vísur, og endar hin síðasta þannig: „Gettu, hvat þeir heita.“ Maðurinn
sá „eggdauða menn,..., útleidda sál,..., Gunnlaugs bana,...,“ þ. e. val (hauk),
önd og hrafn. Síðast sá hann gnúp gildligan. Ekki vita menn aðra skýringu á
því en múla. Þar sem enginn fugl heitir múli eingöngu, verður að líta svo á, að
tyrðilmúli hafi verið kallaður svo í daglegu tali (Finnur Jónsson: Skjaldedigt-
ningen, B 11, 247-248). Dæmi slíks eru fjölmörg um fuglaheiti.
Eins og Höfði er Múli algengt hæjar- og fjallsnafn á íslandi. Við hvaða
Múla er átt? Hann er í „Þverárhlíð". Og nú værður að beita því ráði, sem helzt
dugir, sé fólgið mál annars vegar. Það er að spyrja: Hvað er þverá? Þverá er
fljót, og því getur enginn neitað. En FIjótshlíð er frægt hérað á Suðurlandi, þar