Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 24
22
JAKOB JÓNSSON
ANDVARI
einhverja tilsögn í hljóðfæraleik á Akureyri og lék vel á slaghörpu. En
þegar sönglistina bar á góma, varð þess fljótt vart, að hér var hennar ekki
notið hugsunarlaust fremur en bókmenntanna. Það var eins og þau hjón
hefðu verið persónulega kunnug sumum mestu mönnum tónlistarinnar,
svo staðgóð var þekking á því, er með þurfti til að mynda sér skoðanir.
Börn þeirra öll voru sönghneigð og höfðu aflað sér menntunar í tónlist.
Elztur barnanna var Helgi, prófessor í jarðfræði, er andaðist um líkt leyti og
faðir hans og var jarðsunginn um leið og hann. Kona hans var Idelen, f.
Hunter. Bergþóra giftist Hugh Robson lögfræðingi. Gyða giftist verk-
fræðingi, Wm. D. Hurst, er varð yfirverkfræðingur Winnipegborgar.
Ragna giftist lyfjafræðingi, Jack St. John, er varð um skeið borgarfulltrúi
í Winnipeg, en er nú dáinn. Litla stúlkan, sem þau misstu, hét Unnur.
Gísli Jónsson var lágur maður vexti, fremur grannvaxinn, kvikur í
hreyfingum og léttur á fæti. Hann var fríður maður sýnum, svipurinn
hreinn og augun fjörleg, brá stundum fyrir skemmtilegri glettni, þegar
gamanmál bar á góma. Hann var hispurslaus í fasi og manna kurteisastur,
hégómalaus og látlaus. Hann fylgdist mjög vel með öllu, sem gerðist á
Islandi, og var mjög öfgalaus í skoðunum sínum. Það hefir viljað brenna við,
að Vestur-íslendingar lentu út í aðrar hvorar öfgirnar, að krjúpa á kné fyrir
öllu hér heima eða láta sér fátt um allt finnast. Elinar falleaa rituðu minn-
O
ingar, sem Gísli nefnir ,,fokdreifar“, bera þess hins vegar vitni, að hann
kunni bæði að hrífast af því, sem hann kynntist í heimalandi sínu, og
gagnrýna það, sem miður fór. Án þess að ég nefni dæmi, situr sú hugsun
í mér eftir lestur ,,fokdreifanna“, að dómar hans hafi mjög miðazt við
það, hvað honum þótti ósmekklegt eða ósamrýmanlegt fegurðarskyni hans.
Hann var einn þeirra manna, sem leit ekki á listina sem nautn til handa
fagurkerum, fjarri umhverfi hins virka dags, heldur mun hann hafa skynjað
fegurðina sem eiginleika, er ætti heima í siðaðra manna umhverfi, hvar
sem væri.
Eins og flestir iðnaðarmenn, vann Gísli utan heimilis mestan hluta
dagsins, en auðfundið var, að heimilið var þeim háðum hjónum helgur
reitur, þar sem þau hjálpuðust að við hvað eina. Eg get ekki stillt mig um
að geta um eitt smáatvik, sem þeim hjónum hefði sjálfsagt ekki fundizt
mikið til um, en vakti dálitla undrun hjá konunni minni, þegar hún kom
fyrst vestur og var gestur á heimili þeirra Gísla og Guðrúnar. Þá var það