Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 63
andvari
NOKKUR BRÉF TIL SÝSLUMANNSHJÓNANNA Á LITLA HRAUNl 1872-73
61
legið lengi og þar af fljótandi ekkert get-
að innunnið sér. Einar faðir hans fór með
peninga þá, sem hann hafði, eitthvað út
a land, án þess að hjálpa þeim hið
minnsta. Idafa þau því ekki annað en það,
sem þeim er gefið. Konan átti dóttur ný-
lega, og var hún skírð hér heima hjá
okkur og nefnd Ásta, af því að haldið
var, að presturinn ekki gæti nefnt Ásdís,
eins og barnið átti að heita í fyrstunni.
Ég og Ólafur Hannesson skírnarvottar.
Einn Islendingur er hér, sem okkur verða
mestu vandræði úr, og er það Fr. Gísla-
son; hann hefir reyndar verið nokkurn
veginn frískur, en hvergi getað tollað,
þar sem við höfum komið honum fyrir,
sökum ónytjuskapar og deyfðar; höfum
við gefið honum mat hér á stundum, og
eins munu fleiri Islendingar gjöra. Eg
veit ekki, hvað af honum verður í vetur,
þegar við að líkindum tvístrumst út um
skógana; réttast væri náttúrlega að skjóta
saman og senda karl heim þeim, sem
sendu hann hingað, því það er leiðinlegt
fyrir okkur landa að koma honum á
fátækrahús, sem til er hér í bænurn, en
ella verðum við að fæða hann, og er það
mðimikil byrði.
Að öðru leyti líður löndum vel yfirhöf-
uð. Teitur og Björn hafa haft góða vinnu,
°g langar þá ekki heim aftur. Börn þeirra
eru farin að ganga í skóla, en fæst fyrir
ekkcrt. Ólafur og Guðrún giftu sig 26.
september. Fórum við til kirkju, sem er
3 enskar mílur héðan. Var margt íslenzkt
kvenfólk mcð, og var rnikið hlegið að húf-
um þeirra á leiðinni og búningnum yfir
höfuð, helzt samt af götustrákum og öðr-
um skríl. 1 kirkjunni gckk allt til eins og
heima, því kirkjan er norsk-lúthersk og
því eins og vor. Sungum við sálminn, sem
algengur er hérna: Fyrstu brúður til etc.,
samt ekki á íslenzku. Úr kirkjunni fórum
við inn í sporvagn og keyrðum heim til
að komast hjá glettum úr götustrákum við
skúfhúfurnar. Urn kvöldið sátum við
veizlu hér heima, og voru hinir útvöldu
landar boðnir að sitja hana; höfðum við
nóg af bjór og toddy, chocolade og caffe
ásamt lummum og öðru bakkelsi, er hér
tíðast er brúkað. Náttúrlega var ég ann-
ar svaramaður, Jón Pálsson hinn.
Ég er nú að hugsa urn að fara til
Michigan seint í þessum mánuði til þess
að höggva þar skóg í vetur, því þar er
vinna bezt borguð; ég er orðinn hálfleiður
á að vera hér í bænum, þar ég ekki hefi
haft góða vinnu í sumar, enda hefi ég
verið stopull við vinnu um tíma, en ætla
að herða mig í vetur. Jón Pálsson verður
mér samferða og líklega fleiri. Þar eð við
förum nú að tvístrast, getur búskapur okk-
ar ekki staðið lengur, og hættum við þann
17 þ. m. Verðurn við þá að sclja búsgögn
okkar náttúrlega fyrir lítið verð. Þykir þér
annars ekki, að ég brúki orðið „náttúrlega ‘
oft, manstu ekki, þegar þú agaðir mig fyrir
það.
Maður er farinn að sjá marga kunn-
ingja á seinni tímurn hér í bænum. Lára
og séra Jón hafa dvalið hér 3 daga, en
ætla eftir helgina (nú er sunnudagur) til
St. Louis að finna þar Pál Þorláksson og
síðan fyrr eða síðar (sr. Jón) verða prest-
ur í hinum norsku söfnuðum; máske verð-
ur hann líka prestur Islendinga, ef þeir
nokkurn tíma halda svo saman, að þeir
geti fengið sérstakan prest. Þau, nefnilega
L. og komu með 2 stúlkur, sem við
erum búnir að vista hér í bænum. Sjálf
búa þau hjá okkur, og er Lára að skrifa
heim eins og fleiri góðir menn.
Ég heyri, að Sigga ekki hafi farið norð-
ur, og þykir mér það heLdur betra en hún
hefði farið. Ég veit ekki, hvort ég kemst
til að skrifa henni núna; hún á samt bréf
frá mér síðan einhvern tíma í sumar. I al
Fald kær kveðja til hennar.