Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1975, Side 63

Andvari - 01.01.1975, Side 63
andvari NOKKUR BRÉF TIL SÝSLUMANNSHJÓNANNA Á LITLA HRAUNl 1872-73 61 legið lengi og þar af fljótandi ekkert get- að innunnið sér. Einar faðir hans fór með peninga þá, sem hann hafði, eitthvað út a land, án þess að hjálpa þeim hið minnsta. Idafa þau því ekki annað en það, sem þeim er gefið. Konan átti dóttur ný- lega, og var hún skírð hér heima hjá okkur og nefnd Ásta, af því að haldið var, að presturinn ekki gæti nefnt Ásdís, eins og barnið átti að heita í fyrstunni. Ég og Ólafur Hannesson skírnarvottar. Einn Islendingur er hér, sem okkur verða mestu vandræði úr, og er það Fr. Gísla- son; hann hefir reyndar verið nokkurn veginn frískur, en hvergi getað tollað, þar sem við höfum komið honum fyrir, sökum ónytjuskapar og deyfðar; höfum við gefið honum mat hér á stundum, og eins munu fleiri Islendingar gjöra. Eg veit ekki, hvað af honum verður í vetur, þegar við að líkindum tvístrumst út um skógana; réttast væri náttúrlega að skjóta saman og senda karl heim þeim, sem sendu hann hingað, því það er leiðinlegt fyrir okkur landa að koma honum á fátækrahús, sem til er hér í bænurn, en ella verðum við að fæða hann, og er það mðimikil byrði. Að öðru leyti líður löndum vel yfirhöf- uð. Teitur og Björn hafa haft góða vinnu, °g langar þá ekki heim aftur. Börn þeirra eru farin að ganga í skóla, en fæst fyrir ekkcrt. Ólafur og Guðrún giftu sig 26. september. Fórum við til kirkju, sem er 3 enskar mílur héðan. Var margt íslenzkt kvenfólk mcð, og var rnikið hlegið að húf- um þeirra á leiðinni og búningnum yfir höfuð, helzt samt af götustrákum og öðr- um skríl. 1 kirkjunni gckk allt til eins og heima, því kirkjan er norsk-lúthersk og því eins og vor. Sungum við sálminn, sem algengur er hérna: Fyrstu brúður til etc., samt ekki á íslenzku. Úr kirkjunni fórum við inn í sporvagn og keyrðum heim til að komast hjá glettum úr götustrákum við skúfhúfurnar. Urn kvöldið sátum við veizlu hér heima, og voru hinir útvöldu landar boðnir að sitja hana; höfðum við nóg af bjór og toddy, chocolade og caffe ásamt lummum og öðru bakkelsi, er hér tíðast er brúkað. Náttúrlega var ég ann- ar svaramaður, Jón Pálsson hinn. Ég er nú að hugsa urn að fara til Michigan seint í þessum mánuði til þess að höggva þar skóg í vetur, því þar er vinna bezt borguð; ég er orðinn hálfleiður á að vera hér í bænum, þar ég ekki hefi haft góða vinnu í sumar, enda hefi ég verið stopull við vinnu um tíma, en ætla að herða mig í vetur. Jón Pálsson verður mér samferða og líklega fleiri. Þar eð við förum nú að tvístrast, getur búskapur okk- ar ekki staðið lengur, og hættum við þann 17 þ. m. Verðurn við þá að sclja búsgögn okkar náttúrlega fyrir lítið verð. Þykir þér annars ekki, að ég brúki orðið „náttúrlega ‘ oft, manstu ekki, þegar þú agaðir mig fyrir það. Maður er farinn að sjá marga kunn- ingja á seinni tímurn hér í bænum. Lára og séra Jón hafa dvalið hér 3 daga, en ætla eftir helgina (nú er sunnudagur) til St. Louis að finna þar Pál Þorláksson og síðan fyrr eða síðar (sr. Jón) verða prest- ur í hinum norsku söfnuðum; máske verð- ur hann líka prestur Islendinga, ef þeir nokkurn tíma halda svo saman, að þeir geti fengið sérstakan prest. Þau, nefnilega L. og komu með 2 stúlkur, sem við erum búnir að vista hér í bænum. Sjálf búa þau hjá okkur, og er Lára að skrifa heim eins og fleiri góðir menn. Ég heyri, að Sigga ekki hafi farið norð- ur, og þykir mér það heLdur betra en hún hefði farið. Ég veit ekki, hvort ég kemst til að skrifa henni núna; hún á samt bréf frá mér síðan einhvern tíma í sumar. I al Fald kær kveðja til hennar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.