Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 37

Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 37
ANDVAKI aðdragandi og upphaf vesturferða af íslandi á nítjándu öld 35 Skömmu eftir áður nefndan vesturfarafund á hinu forna prestssetri, Eyjardalsá, var mikill fundur haldinn á Akureyri. Er af samtímafrásögnum líkast sem þar hafi sömu mennirnir staðið að þremur fundum samtímis. En jafnan hefur þetta þó í síðari frásögnum verið umtalað sem einn og sami fund- urinn, þar sem þrjú mál voru einkum á dagskrá: 1. Verzlunar- eða Gránufélagsmál. 2. Stjórnmál og Þjóðvinafélagsmál. 3. Væntanlegar vesturfarir og sala á hrossum og sauðum á fæti gegn greiðslu í reiðu fé. Var slíkt óhjákvæmileg forsenda vesturfarar hjá flestum, sem slíkt hugleiddu. Þrír voru kosnir í nefnd væntanlegra vesturfara: Þorlákur G. Jónsson, Páll Magnússon á Kjarna, varaþingmaður Eyfirðinga, og Olafur Ólafsson bóndi á Litlahóli, oftast þó kenndur við Espihól. Sömdu tveir hinir síðarnefndu umboðs- og erindisbréf handa Þorláki, þar sem honum var falið að semja við Guðmund Lambertsen eða annan um sem bezt kjör við flutningana. Ennfremur skyldi Þorlákur fara sem víðast um, halda fundi og kynna sjónarmið vesturfara. Átti hann þannig að vinna sem flesta til þátttöku. Var þá eðlilega ályktað sem svo, að því fleiri þátttakendur sem fengjust, því ódýrari yrði farið fyrir hvern. En fleiri voru gerðir út af örkinni á þessum mikla fundi. Kaupstjóra Gránu- félagsins, Tryggva Gunnarssyni, var falið að útvega kaupanda fjár og hrossa; og Eggert Gunnarssyni umboðsmanni var falið að fara sem víðast um land til fundarhalda til þess að tala máli Þjóðvinafélagsins og hvetja sem flesta til þátt- töku í fyrirhuguðum Þingvallarfundi sumarið 1873. I slæmu veðri og örðugri færð brutust þremenningar þessir nú af stað til Reykjavíkur. Urðu þeir veðurtepptir dag og dag, en fundi héldu þeir bæði á Víðimýri i Skagafirði og Þingeyrum í Húnaþingi. Voru að minnsta kosti í Skagafirði allmargir búnir að afráða vesturför þá þegar, en færri að því er virðist eftir því sem fjær dró Eyjafirði. Margir hafa þó eflaust verið á báðum áttum. Ekki getur sambærilegra fundarhalda í Reykjavík, en þar samdi Þorlákur við Guðmund Lambertsen um flutning fólks og farangurs. I Reykjavík skildust leiðir þremenninganna þannig, að Tryggvi hélt utan til Skotlands í leit að kaupanda hrossa og fjár, en Eggert bróðir hans og Þorlákur góðvinur þeirra fóru saman hringveginn eins og nú mundi sagt vera, austur um Arnes-, Rangárvalla-, Skaftafells- og Múlasýslur, héldu fundi og ræddu við menn þau mál, sem þeim höfðu verið falin. I fyllingu tímans kostuðu fundir þessir og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.