Andvari - 01.01.1975, Page 98
96
FlNNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Við ána, sem ég unni,
grær eyrargnmdin slétt.
Dreifð bæja-byggð og þétt
í bláfells umgjörð sett,
sýnd heiðslétt, hóla-grett,
með lind og læk og runni —
með allt það sem ég unni
og yrkja snjallast kunni,
í bernsku blint sem hreif mig,
en burtu frá ég reif mig.
Og allt er eins og rétt mér,
hver unaðsstund, hvert mein. —
Og svo hef ég sett mér
einn svolítinn blett hér,
í kyrrþey lífs að kveldi
sem hvíli íslenzk bein.
Stephan hefur fengið nóg af ferðalúr og flakki og ætlar sér eklci lengra en
hann er korninn. Láti menn aldrei staðar numið, týnast þeir loks úr lestaferð
Jífs, eins og segir í kvæðinu um Gísla Dalmann. Skáldið vill með því að stilla
þessum kvæðum upp hlið við hlið í Andvökum skerpa ákveðnar andstæður.
Hitt er svo annað mál, hvort þeir, sem lesa kvæðin, átta sig í fljótu bragði á því,
hvað fyrir skáldinu hefur vakað.
Vér gætum skilizt hér við kvæðið um Gísla, litið einungis á hann sem
fulltrúa þeirra mörgu vesturfara, er týndust úr lestaferðinni rniklu á síðustu
öld, án þess að spyrja nánara, hver hann hafi verið.
Ef vér hins vegar grennslumst fyrir um það, kernur ýmislegt í Ijós
og verður úr dálítil saga, er nú skal rakin í fáeinum dráttum.
Gísli Dalmann fæddist 5. apríl 1839 á Halldórsstöðum í Bárðardal, sonur
Jóns Jónssonar, lengi bónda í Mjóadal, efsta bænum í dalnum, og Aðalhjargar
Davíðsdóttur. Gísli nefndi sig Dalmann, þegar vestur kom, á sama hátt og
Benedikt bróðir hans, er einnig fór til Vesturheims, tók sér þar Bárdalsnafn.
Gísli kvæntist á sumardaginn fyrsta 1873 Carolínu, f. 20. nóvember
1845, dóttur Jóns Þorgrímssonar frá Hraunkoti í Aðaldal og Elínar Halldórs-
dóttur. Afi Elínar var Nikulás kaupmaður Buck á Húsavík, en kona hans
var dóttir Björns kaupmanns, sonar Halldórs biskups Brynjólfssonar á Hólum.
Þau Gísli og Carolína héldu af stað frá Akureyri snemma í ágúst 1873