Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 56
54
ÁRNI GUÐMUNDSEN
ANDVARl
en Ktilfjörlegt kaup, hefir samt Páil feng-
ið loforð fyrir kennaraplássi eftir 1.
september.
Þeir Wickmann og Jón Gíslason tóku
mjög vel á móti okkur, og búum við bér
allir ennþá, böfum lítið aðhafzt þessa 6
daga, sem við höfum dvalið hér; ég er
samt kominn í accordsvinnu hjá dönskum
bónda hér í næsta húsi að nafni Koyen,
hefir hann verið Godsforvalter á Jótlandi;
þar horða ég miðdegisverð, en kvölds og
morguns hjá Wickmann. Vinna þessi er
að afbarka Cedartré, sem hann selur
stjórninni, og er þau brúkuð í Telegraf-
stötter; það er heldur létt verk, og fæ ég 5
cent fyrir hvert og hefi dútlað við það 3
dagstundir; sé ég heilan dag, get ég að
minnsta kosti fengið r$ auk fæðis, er það
fullgott að byrja með, er ég svo að hugsa
að fara að fella tré, fæ ég 10 cent fyrir
hvert, er það reyndar meira erfiði, en
meira gefur það af sér. Hinir piltarnir,
nefnilega Idans, Bjarni og Stefán, eru
byrjaðir að saga og höggva brenni hjá
Wickmann; gengur það náttúrlega stirt
í byrjuninni, enda er ekki hert að þeim.
Ólafur Hannesson liggur í Koldfeber,
samt ekki þungt haldinn. Ólafur hinn er
bæði hálfveikur og dauður í leiðindum
og óskar einskis nema að komast heim
aftur; hann verður víst ekki vinnufær fynr
það fyrsta, að minnsta kosti ekki fær um
harða vinnu; hann er slæmur fyrir brjóst-
inu og í bakinu, og hefir hann áður
heima verið þjáður af þessum kvilla;
hann lætur á borð fyrir okkur og þvær
upp í Mangel af kvenmanni, sem enginn
er hér í húsinu, síðan dóttir Einars Bjarna-
sonar fór héðan. Ef Ólafi ekki batnar í
vetur, verðum við að hafa einhver ráð til
að koma honum heim í vor. 'Nok om det.
Ég kann þó mikið vel við mig á eyj-
unni og er hinn frískasti, finn ekki til
óyndis, en hugsa mest urn að ná í skild-
inginn. Eyja þessi er öll vaxin háum
skógi, er ekki langt síðan hún fór að
byggjast, svo aljt er hér mikið ófullkomið
ennþá, húsin heldur lítilfjörleg, vegir
vondir etc., en lífvænlegt er hér, því nóga
vinnu má fá við skógarhögg og fiskirí, en
ekki segi ég, að betri staður ekki finnist
fyrir okkur hér í Wisconsin, en það dug-
ar ekki að vera á einlægu flakki, maður
hefir ekki ráð til þess, og verðum við hér
Jjósast í vetur.
I Chicago gengur mikið á með morð
og þjófnað, er enginn dagur, að ekki séu
myrtir 1-4 menn, og hefir politíið ekki
næðisamt, en getur þó lítið eða ekkert að-
gjört; gott, að maður er ekki þar.
Ég skrifa mömmu næst, og verður hún
að fyrirgefa mér leti mína í þetta skipti.
Mér þætti mjög vænt um, ef ég gæti feng-
ið mynd af ykkur; ég heyri, að Vigfús ætli
að ferðast austur, og vona ég þið notið
tækifærið. Þú getur víst varla lesið þetta,
því bæði er ég skjálfhcntur, og svo er
líka penninn vondur. Enda ég svo þetta
hrip óskandi ykkur alls hins bezta.
Þinn elskandi sonur
A. Gnðmimdsen.
Bjarni: Árna-Biarni Sveinbjörnsson frá Reykja-
vík. - Olafnr í Arnarbæli: sonur sr. Guðmundar
Johnsens í Arnaíbæli. - Stefán: Stefán Olafur
Stephensen frá Reykjavík, - Wickmann: Willi-
am Wickmann, danskur að ætt, hafði verið
verzlunarþjónn á Islandi um tíu ára skeið, síðast
á Eyrarbakka, en fór þaðan vestur um haf 1865
og settist að fyrst í Milwaukee, en seinna á
Washingtoneyju. Hann skrifaðist á við Guð-
mund Thorgrímsen kaupmann á Eyrarbakka,
fyrrum húsbónda sinn, og mun þar kveikjan að
vesturferðum þeim, er hér um ræðir. - Koyen:
Edward William Koyen. - Godsforvalter: um-
boðsmaður jarðeigna. - Telegrafstötter: síma-
staurar. - Koldfeber: hitasófct.