Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 51

Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 51
andvari aðdragandi og upphaf vesturferða af íslandi á nítjándu öld 49 og dembdu yfir þá alls kyns rusli, svo sem skemmdum matvælum, sviknum tatnaði og verkfærum við uppsprengdu verði. Nú var haldið með fólk og farangur á flatbotna prömmum og kössum norður eftir Rauðá, og er ótrúlegt eftir lýsingum að dæma, að í annað skipti hafi þá leið mjakazt öllu óburðugri floti. Má undur heita, að ekki hlutust af meiriháttar slys, og farangurinn mun eins og fyrri daginn hafa fengiS illilega fyrir ferSina í kaffæringum og ágjöf. En alla leiSina virSist hugurinn hafa boriS ferSalangana hálfa leiS og vel þaS, og nú var einungis hlaðspretturinn eftir. Einu sinni var staðnæmzt á leiðinni og hlýtt á predikun hjá Taylor. En komið var að Willow Point, sem íslendingar nefna að sjálfsögðu Víðines, föstudaginn síðasta í sumri, hinn 22. október 1875. Norðan þess ness reis á sínum tíma bærinn Gimli. Síðasta áfangann á Rauðánni, rétt áður en komið var út á vatnið, rákust Islendingar í fyrsta sinni á fólk, sem þeir og aðrir innflytjendur frá Evrópu höfðu óspart verið hræddir á og æstir upp á móti — Indíána. Síðar meir festu einhverjir trúnað á þær sögusagnir, að erfiðleikar Islendinga og mótlæti fyrstu árin í Nýja-íslandi hefðu átt rætur að rekja til formælinga og bölbæna Indíán- anna, sem þaðan hefðu verið flæmdir til þess að rýma fyrir langt að komnum hvítum bændurn. Þarf engan að undra, þó að margir íslendingar — eins og aðrir innflytjendur frá Evrópu - yrðu hræddir við þessa þungbúnu og þeldökku veiðimenn, sem oftast hurfu jafnhljóðlega og þeir birtust. En það er athyglisvert og rétt að leggja á það áherzlu, að allt frá upphafi fór langoftast sérlega vel á með íslenzku landnemunum og Indíánum, sem þeir komust í kynni við og stundum nábýli við. Er íslendingum þar ólíkt farið og frændum þeirra, Norð- mönnum og Svíum, sem bæði eiga „hetjusögur" af Indíánadrápi í hyggðum sínum og „harmsögur" af hryðjuverkum Indíána í þeirra hópi. Þótt hér verði nú við langferðalanga þessa skilizt, rétt er þeir drepa fæti á Nýja-ísland, er ekki þar með sagt, að lokið sé sögu þeirra eða þrotið söguefni af Vesturíslendingum. En hér má segja að séu hin ákjósanlegustu kaflaskil. Eðlilegast væri, að næsti kafli - eða ný frásögn - fjallaði um píslargöngu fyrstu landnemanna í nýja landinu, áður en þeir komu til fulls fótum fyrir sig þar. Þá koma einnig fleiri til sögunnar, fyrst þeir fjölmörgu, sem flykktust af Austur- og Norðurlandi sumariö 1876, en síðar allir þeir, sem háfísar, kuldi, skepnu- fellir, mislingar og önnur óáran hrakti af íslandi áratuginn eftir 1881. En það bíður betri tíma og væntanlega einnig annars penna að segja frá hungrinu og kuldanum í Nýja-íslandi fyrsta veturinn þar, 1875-76; bólu- sottarfaraldrinum veturinn 1876-77, sem sálgaði rúmlega eitt hundrað manns, 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.