Andvari - 01.01.1975, Qupperneq 51
andvari aðdragandi og upphaf vesturferða af íslandi á nítjándu öld
49
og dembdu yfir þá alls kyns rusli, svo sem skemmdum matvælum, sviknum
tatnaði og verkfærum við uppsprengdu verði.
Nú var haldið með fólk og farangur á flatbotna prömmum og kössum
norður eftir Rauðá, og er ótrúlegt eftir lýsingum að dæma, að í annað skipti
hafi þá leið mjakazt öllu óburðugri floti. Má undur heita, að ekki hlutust
af meiriháttar slys, og farangurinn mun eins og fyrri daginn hafa fengiS illilega
fyrir ferSina í kaffæringum og ágjöf. En alla leiSina virSist hugurinn hafa
boriS ferSalangana hálfa leiS og vel þaS, og nú var einungis hlaðspretturinn eftir.
Einu sinni var staðnæmzt á leiðinni og hlýtt á predikun hjá Taylor. En
komið var að Willow Point, sem íslendingar nefna að sjálfsögðu Víðines,
föstudaginn síðasta í sumri, hinn 22. október 1875. Norðan þess ness reis á
sínum tíma bærinn Gimli.
Síðasta áfangann á Rauðánni, rétt áður en komið var út á vatnið, rákust
Islendingar í fyrsta sinni á fólk, sem þeir og aðrir innflytjendur frá Evrópu
höfðu óspart verið hræddir á og æstir upp á móti — Indíána. Síðar meir festu
einhverjir trúnað á þær sögusagnir, að erfiðleikar Islendinga og mótlæti fyrstu
árin í Nýja-íslandi hefðu átt rætur að rekja til formælinga og bölbæna Indíán-
anna, sem þaðan hefðu verið flæmdir til þess að rýma fyrir langt að komnum
hvítum bændurn. Þarf engan að undra, þó að margir íslendingar — eins og
aðrir innflytjendur frá Evrópu - yrðu hræddir við þessa þungbúnu og þeldökku
veiðimenn, sem oftast hurfu jafnhljóðlega og þeir birtust. En það er athyglisvert
og rétt að leggja á það áherzlu, að allt frá upphafi fór langoftast sérlega vel á
með íslenzku landnemunum og Indíánum, sem þeir komust í kynni við og
stundum nábýli við. Er íslendingum þar ólíkt farið og frændum þeirra, Norð-
mönnum og Svíum, sem bæði eiga „hetjusögur" af Indíánadrápi í hyggðum
sínum og „harmsögur" af hryðjuverkum Indíána í þeirra hópi.
Þótt hér verði nú við langferðalanga þessa skilizt, rétt er þeir drepa fæti
á Nýja-ísland, er ekki þar með sagt, að lokið sé sögu þeirra eða þrotið söguefni
af Vesturíslendingum. En hér má segja að séu hin ákjósanlegustu kaflaskil.
Eðlilegast væri, að næsti kafli - eða ný frásögn - fjallaði um píslargöngu fyrstu
landnemanna í nýja landinu, áður en þeir komu til fulls fótum fyrir sig þar. Þá
koma einnig fleiri til sögunnar, fyrst þeir fjölmörgu, sem flykktust af Austur-
og Norðurlandi sumariö 1876, en síðar allir þeir, sem háfísar, kuldi, skepnu-
fellir, mislingar og önnur óáran hrakti af íslandi áratuginn eftir 1881.
En það bíður betri tíma og væntanlega einnig annars penna að segja frá
hungrinu og kuldanum í Nýja-íslandi fyrsta veturinn þar, 1875-76; bólu-
sottarfaraldrinum veturinn 1876-77, sem sálgaði rúmlega eitt hundrað manns,
4