Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 100
98
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
„Sannleikurinn er, að hér sprettur ótrúlega fljótt, hvenær sem tíð leyfir.
Byggið hjá Dalmann er fullmóðnað og slegið fyrir nokkru, ákaflega stórvaxið
að sögn. Blettur hans var eldri en minn. Hafra kvað hann hafa ágæta.“
Það leynir sér ekki, að Gísli hefur verið góður bóndi, og efalaust prýðilegur
nágranni, og því er það ekki ófyrirsynju, að Stephan harmar mjög, þegar þau
Gísli og Carolína ákveða ári síðar að taka sig enn upp og flytjast allt vestur að
Kyrrahafi. Þegar þau svo voru að kveðja, stenzt Stephan ekki freistinguna
að gera ögn að gamni sínu við þau í kvæði, er hann nefndi: Að skilja við ána.
Kveðja til kunningja míns, sem flutti burt. (Síðar kallaði Stephan kvæði þetta:
Að skilnaði, og lýsir tildrögum þess svo: Nágrannar mínir voru að flytja til
nýrrar nýlendu.)
Þið farið burt, en eg verð ettir —
álít heiminn sviplíkan:
Svartir skuggar, sólskins blettir
sáust hvert sem augað rann.
- Bara víðast vantar Grettir,
vætti illa er sigra kann.
Heill sé þeim, sem hefur þreyju
höggva í örðugleikann stig -
sem að dofa dáratreyju,
doða og víls ei spennir sig!
herðum, lífs sem bóndaheygju
brjóta, en leggjast eklú á slig!
Þið farið burt, en eg verð ettir.
Auðn í sveit fær mannshönd breytt.
Náman gullið rauða réttir
rekulausum höndurn neitt —
Edensleit er lúa-s'prettir,
labb og skæðaslitið eitt!
Mig ei þangað fýsir flytja,
fyrirbyggð sem jörð er öll,
gerast annars garðshorns rytja,
græða ei út neinn heimavöll -
rúm fyrir þrótt minn, þar sem strita
þessir fáu að tímans höll.