Andvari - 01.01.1975, Qupperneq 102
100
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
í ritgerð þeirri, er Sigurður vitnar til, segir Carolína svo m. a.:
,,18. apríl 1874 eignuðumst við dóttur fríða og elskulega, og dró það úr
óyndinu, er mig hafði þjáð fyrsta sprettinn í Ameríku. En ekki var lukkan
með okkur, við misstum elsku stúlkuna okkar um vorið.“---
„18. janúar 1880 eignuðumst við aðra dóttur, var það okkur mikil gleði
og hún mjög ánægjulegt barn. En ekki fengum við að njóta þeirrar gleði lengur
en til 27. febrúar árið eftir; þá misstum við hana.“-
„12. maí 1887 eignuðumst við enn dreng, er við misstum árið eftir.“---
„Og enn áttum við eftir eitt sárið: að rnissa þriðju stúlkuna, sem okkur fæddist
í Alberta, svo eigi hefi ég farið varhluta af sorg og mótlæti í heiminum." -
„Fjögur ár vorum við í Alberta, en vorum að flytja vestur til British Columbia.
Við biðum nokkra daga í Calgary, var maðurinn minn orðinn farinn að heilsu,
veiktist þar og dó. Var ég þá fremur báglega stödd, með þrjá drengina unga,
en Jón sá elzti (á 17. ári) var kominn vestur á undan með hinum, er gæta áttu
flutnings á skepnum, er farið var með. Eg var þá eins og skipbrotsmaður á
eyðisandi - vissi tæpast, hvað gera skyldi, halda áfram eða snúa austur aftur;
en þó varð það úr, að ég slæddist með hinu fólkinu eins og í draumi vestur yfir
fjöllin. Gekk okkut furðanlega að vinna þar fyrir lífi okkar; vorum þar fjögur
ár og fluttum síðan til Winnipeg og höfum verið þar síðan, lifað góðu lífi, en
lítið grætt. Ég hefi hvergi til jafnaðar kunnað eins vel við mig og hér, gerir það
eflaust hinn íslenzki fólksfjöldi, sem gerir það að verkum, að manni finnst að
maður vera heima á sínu góða og „garnla landi“. Synir mínir hafa verið sam-
hentir og unnið í félagi, hefi ég haldið hús fyrir þá síðustu árin, en nú fara
konur þeirra að taka við, og sezt ég þá í helgan stein, eins og lög gera ráð fyrir.“
1 minningargreininni lýsir Sigurður Carolínu á eftirfarandi hátt:
„Hún var ör í lund, sagði ávallt það, sem henni bjó í brjósti, hver sem í
hlut átti og hvort sem betur féll eða verr. Hún átti ógrynni af íslenzkri tryggð,
sem hæði kom í ljós við menn og málefni; hún var fljót að reiðast, ef því var
að skipta, en jafnfljót til sátta.“ ...
Þegar því Carolína Dalmann sá kvæði Stephans í Heimskringlu, átti hún urn
sárt að binda og var ekki við því búin að taka þeirri kveðju eins og hún var við
hana og þau hjónin mælt. Hún svaraði Stephani í ljóðabréfi, er hún skrifaði vestur
í Ok. Mission Valley í British Columbia 19. ágúst 1892, en bréfið birtist í
Heimskringlu 31. ágúst og byrjar á þessa leið: