Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 153
andvari
IIULDUMÁL
151
Gullskorð stár með geSligt hár,
görpitm minnkar angr og fár.
Svellur mér í sinnu reit af sorgar blandi.
Ber ég fyrir unga böls af grandi
beiska neyS í hjarta landi.
Þegar öllu er á botninn hvolft, virSast nafnafelurnar níu vera kerfi, sem
verSur ekki skiliS, nema litiS sé á þaS í heild:
1) 1,46. fylkir, örn og ferligt hljóð, frost meS tyri byrstu, torglig reiðin, tiggja fljóð óss, áss - ríþro
2) 11,86. - - - - tiggi skýr, tamið eð unga söðla dýr óss - reið
3) 111,53. - mæðing hesta og mjúkum sjá reið — óss
4) IV,47. lýða ró og leikr á jó ást — reið, ríðr
5) VI,72. - - - - Þóris vín og þegn á græði fínum óss - reið
6) VII,78. fiska byggð og Flosi á hesti óss — reið
7) VIII,70. gramrinn frægr og garpr á jó óss - reið
8) IX,3. ógnin böls og undraraust ást - reið
9) IX,65. flæðrin dýr og fiska byggð og fríðum unnir gangi óss, óss - ríþor ríður
ríþr
ríðr.
Kjarninn í þessari þraut eru tvö rúnaheiti, heiti 4. og 5. rúnar: o'ss og reið.
Þau ber ekki aS lesa bókstaflega: d og r (nema „r“-in og „o“ í ríþro). Iþrótt
skáldsins er aS gera úr rúnaheitunum sjálfum, hinum eiginlegu málrúnum,
nafn konu. I leik sínum færir hann sér í nyt áberandi misræmi í skýringum
hinnar norsku og hinnar íslenzku rúnaþulu á heiti 4. rúnar. í öSru lagi
notar hann heiti 5. rúnar of ljóst meS óvæntum hætti. Loks leiSir skáldiS
lesandann afvega meS ævagamalli orSmynd, sem breytzt hafSi í tímans rás.