Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 151
andvari
HULDUMÁL
149
reiðin. Torg er tökuorð í íslenzku og þýðir í fornu máli ýmist ‘kaupstaður’, þ. e.
staður, sem verzlað er á, eða ‘kaupstefna’, þ. e. verzlun og viðskipti. Það er
sömu merkingar og markaðr. Torgligt er það, sem lýtur að (við)skiptum.
Torglig reiðin er „skipti“-reið, skiptirún. Það á að hafa skipti á henni cg annarri
rún: -ro > -or, en rithátturinn o fyrir u í endingum orða er tíður í fornum
handritum. - Þess má geta, að elzta dæmi sagnorðsins torga, sem finna má
i orðabókum (Finnur Jónsson: Ordbog til rímv.r), er fengið úr Bósarímum
(III,45). Þar neitar maður einn fénu að torga, þ. e. „láta það á torgi fyrir
eitthvað annað“, eyða því, sóa. Þá skal og á það bent, að ,,torglig reiðin“ í
nrerkingunni „skiptileg" rún á sér hliðstæðu í X. rímu Bósa. Þar er „dýrlig ör“
(12. er.) sama sem „dýrslegt“ spjót, þ. e. horn, drykkjarhorn. Ör (skotvopn)
er hornið kallað vegna þess, að allt er á ferð og flugi í drykkjusalnum
(Bó. X,11-13).
Hliðstæð fylgsnum þeim, kenningu og kenningarígildum, sem fela í
sér málrúnina „reið“: mæðing hesta (3), leikr á jó (4), garpr á jó (7), Flosi á
hesti (6), þegn á græði fínum (5), tamið eð unga söðla dýr (2), undraraust (8),
standa í 9. nafnafelu orðin fríðum unnir gangi. Úr þeim verður eltki lesin málrún.
»,Engan [hest| hafa þeir slíkan séð bæði sakir gangs ok vaxtar," segir í sögum
Bómverja. Telja verður skylt - vegna stöðu orðanna og sambands þeirra við
„reið“ - að ætla fríðum gangi nafnafelunnar sömu merkingu og fram kemur
í hinu forna riti. Milli orðanna fríðum... gangi stendur sögnin unna í nútíð.
En hún er ekki beygð „unna - ann“ - eins og í mansöng IX. rímu (næst á eftir
8. nafnafelu): „Fríðri ann ég falda gátt“ - heldur með yngra hætti. í „fríðum
unnir gangi“ er valin sagnorðsmynd, sem krefst frumlags í 3. (eða 2.) persónu:
Hann (garpr, Flosi, þegn eða þú) unnir fríðum gangi (hefur yndi af gangi
gæðings), þ. e. ríðr. Sama má lesa út úr leikr á jó (4), sé litið á leikr sem sagnorð,
en ekki nafnorð. Umrædd orð síðustu nafnafelu staðfesta, að ríþor er - að sínu
leyti - rétt ráðning hinnar fyrstu.
Sérstaka athygli vekur, að í 9. nafnafelu er málrúnin ,,óss“ táknuð tvisvar:
flæðrin dýr og fiska byggð. Merking kenningarinnar er bundin fiska byggð í
h. nafnafelu, og flæðrin dýr hlýtur að vera söm mjúkum sjá í 3. nafnafelu. Að
visu eru slíkar tvídeilur margir í Bósarímum, t. d. kóngsins menn og kappar
teitir (V,46) eða blómið snjallt og bauga ná (IX,46), þar sem átt er við einn
hóp manna og eina konu. En í 9. nafnafelu mun gegna sérstöku máli. Til þess
benda orðin fylkir, örn í upphafi 1. nafnafelu.
Sé orðið fylkir (1) skýrt á annan hátt en tiggi skýr (2), gramrinn frægr (7) og
fljóð (1), þ. e. sem tákn 4. málrúnar: dss, er rökvísi öll á bak og burt.