Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 78
76
GUTTORMUR J. GUTTORMSSON
ANDVARI
Kom Elín með barnið í fanginu heim að húsdyrunum. Hún kom ekki inn, þó er
ég viss um, að móðir mín hefir boðið henni það. Hún færði Elínu mjólk í
bolla, og gaf Elín barninu að drekka. Elín var í fallegum Ijóslitum kjól með
rauðköflótt og grænköflótt sjal. Indíánar sóttust mjög eftir „litldæðum" með
sterkum og skrautlegum litum. Meðan Elín tafðist við að gefa barninu mjólkina,
man ég, að Ramsay kom með kænuárina sína í hendinni heim að húsinu „svo
glaður og glæsilegur sem guðinn Manitú“ og heilsaði mömmu hlæjandi,
sem hans var siður. Þá mun hann hafa verið á bezta skeiði. Hann var ekki
einungis sá fallegasti Indíáni, sem ég hefi séð, heldur einn af íturvöxnustu og
fegurstu mönnum, sem ég hefi séð. Hann var meira en meðalmaður á hæð, beinn,
herðabreiður, með mjög framsetta hringu eins og úrvals franskur „officéri".
Hálsinn allsver og sterklegur. Hárið var hrafnsvart og gljáandi, þykkt og mikið,
en náði samt ekki á herðar niður. Það var greitt upp frá enninu, sem var beint
og stórt. Augnabrúnirnar voru svartar og bogadregnar. Liturinn á andlitinu
var eirrauður. Augun voru dökkbrún. Þegar hann var ekki að gera að gamni
sínu eða spauga, virtust þau raunaleg, en alltaf skein úr þeim góðvildin og
hlýleikinn. Oftast var andlitið allt uppljómað af glaðværð; hláturinn hans
(því að hann var hláturmildur) hafði fagurt hljóðfall. Nefið í'bogið, munnurinn
nettur og fríður, svolítið svart skegg á efri vör og undir neðri vör og skarð í
höku. Hann var ekki kinnbeinahár né kinn'fiskasoginn, fremur þunnleitur,
en vangarnir þó vel „fylltir" og sléttir. Hann var afar léttur á fæti og liðugur
í hreyfingum. Eins og oft síðar, er ég sá hann í kaupstaðarferðum, var hann í
þetta skipti klæddur viðhafnarbúningi, í rauðköflóttri skyrtu, snjóhvítum buxum
úr dýru og þykku efni, með marglitan trefil (sash) um mittið til að halda uppi
buxunum, og skúfa af allavegalitum þráðum úr treflinum lafandi á hvorri hlið.
(Indíánar notuðu aldrei upphöld, síla eða létta.) Má nærri geta, hve mikið mér
fannst um þennan dýrðlega búning hjónanna, sem stakk svo í stúf við búning
íslendinga. í botninum á barkarkænunni, sem var alveg lekalaus, voru dyngjur
af dýrindis ábreiðum úr geita og kinda ull, snjóhvítum og hreinum með svörtum
breiðum bekkjum á hvorum enda (Eludson Bay blankets) fyrir hjónin að sitja í.
Þessi auður! Þetta ríkidæmi! Munur á þessum aðbúnaði og þeim, sem allslausa
íslenzka fólkið hafði. Var ekki von, að maður óskaði sér að vera Indíáni eins
og Ramsay? Var ekki von, að það væri manns hæsta hugsjón að verða Indíáni
eins og hann? Og að bera saman skóna, sem hjónin höfðu úr bleiku eltiskinni
útsaumaða silkirósum ofan á ristunum og umhverfis ökklana - að bera þá saman
við íslenzku leðurskóna okkar ,,glergrjótharða“. „Mikill ertu munur!" Enda
fæ ég ekki lýst þeim fögnuði, er ég eignaðist „mogaskinnskó" (svo hétu Indíána-