Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 114

Andvari - 01.01.1975, Page 114
112 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVARI Hinn 17. júlí 1909 skrifaði Stephan G. Stephansson vini sínum Eggert Jóhannssyni svolátandi bréf: Eggert minn góður. 1 gærkveldi laust elding yngsta drenginn minn, Gest, til bana skammt frá búsinu. Að öðru leyti líður öllum vel. Ég reyni að gegna skyldum mínum við þá, sem lifa, eins fljótt og mér er auðið aftur. Vinsamlegast, Stephan G. Stephansson. Varla getur kaldara símskeytisstíl á helfregn en í þessu stutta andlátsbréfi. Ef marka má dagsetningu kvæðisins, 16. júlí 1909, er það ort á sjálfa blóðnóttina. En það er furðulegt á marga lund: áreynslulaus innblástur, plastísk fullgerð, engu virðist þurfa við að bæta, ekkert af að sneiða. Þarna rís tréð stolt og bolmikið prýtt mildum döggvotum rósum. Fá kvæði Stephans G. virðast svo alsköpuð sem þetta: vefurinn snurðulaus, smíðin eldsoðin og hvítglóandi úr aflinum, lífsmatið fullmótað reynslu lífsþroskans. Þessu kvæði hefur verið fundið til foráttu, að það væri of kaldranalega vitrænt, persónuleg sorgin dragi sig í blé, engum sé kennt um missinn, harminn. Og það er rétt, að hér stendur enginn saksóknari í réttarsal og bendir ásakandi fingri á sökudólginn. Elér er aðeins köld reifun málsins. Og þó er kannski aðeins eitt annað harmkvæði til á íslenzka tungu átakanlegra í sorg sinni: Sonatonek Egils. Ljóðið um Gest er níu erindi, og er fimmta erindið möndull kvæðisins. Þar skiptir kvæðið um ham, blærinn verður allur annar og persónulegri. Skáldið hefur lokið sínu exordium: hin stóíska nærri rómverska heiðni víkur fyrir persónulegri tilfinningu. Skáldinu er nauðsyn á þessari gerð kvæðisins, hann verður sjálfur að vita, hvar hann er staddur í tilverunni, hver hún er þessi tilvera, þegar hann hefur verið lostinn svo skyndilega einn og berskjaldaður á ber- angri lífsins: Það lögmál, sem að lífi verður grand, með langri von og ótta mig ei tafði, en sendi úr hæðum himna eldihrand í hjartastað á því, sem kært ég hafði. Og fró er þessi þrautaleysu vissa um þennan skilnað - fyrst ég varð að missa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.