Andvari - 01.01.1975, Page 110
108
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVAHI
en einkanlega allgott fólk,
sem eitthvað veit að hugsa.
Til eru ótal manna mein,
svo margt, sem hjartað grætir.
Sú þjóð er frjáls og framgjörn ein,
sem flesta mannraun hætir.
En að miða allt of hátt
er eintóm mannvits-hlekking.
Ég heimta ei kærleik, sælu, sátt,
en sanngirni og þekking.
Ég heimta eining ei né ró,
en illsku hata eg tóma,
æru-launvíg, atvinnu-róg
og aulans sleggjudóma.
Og að vera „í anda frjáls'
er sú reglan tama:
„Ég ann hverri meining máls,
fyrir mína heimta eg sáma."
Af þessu getur þú nú séð,
að það, sem nefnist — „kirkjan",
eg um tærnar ekki treð
öðruvísi en Tyrkjann.
Báðum ei til haga neins,
háðum stend ég fjarri.
Báðum verst ég alveg eins,
ef þau ganga of nærri.
Hræsnin skrýðir höfuð sitt
hrárra kredda eining,
einkisverðri. - Allt er hitt
þín innsta hjartans meining.