Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 50

Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 50
48 BERGSTEINN JÓNSSON ANDVARl hermir góð heimild, að margnefndur Ólafur Ólafsson frá Espihóli hafi lagt til, að Islendingar nefndu fyrsta bæ sinn í Nýja-íslandi á Gimli. Ólafur hafði sem fyrr segir verið í Alaska veturinn aður, en nú kom hann fremstur í flokki nokkurra Islendinga frá Wisconsin, sem brugðið höfðu við, þegar þeim barst fiskisagan af Nýja-íslandi við Winnipegvatn. Hröðuðu þeir sér til móts við hópinn frá Ontario og slógust í förina í Duluth. Við þetta ber að bæta því, að frá haustinu 1875 hverfur borgin Milwaukee úr annálum íslendinga í Vesturheimi, en Winnipeg verður helzta miðstöð þeirra þar. Hefur hún nú haldið þeim sessi í rétta öld. Það var síðdegis 11. október 1875, sem fyrsti íslenzki landnemahópurinn á leið sinni til Nýja-íslands kom til Winnipeg. Eftir því sem næst verður komizt, voru alls í llokknum 250-300 manns, einhver hefur nefnt töluna 285, fullorðnir og börn. Búizt hafði verið við íslendingunum í Winnipeg, en við komuna þangað ollu þeir fróðleiksfúsum heimamönnum vonbrigðum; voru jafnvel bornar á það brigður, að fólk þetta gæti verið íslenzkt. Eftir því að dæma hafa íslend- ingar þá ekki verið búnir að festa við sig þá frægð, sem síðar átti eftir að fylgja þeim lengi vel fyrir skósíða ullartrefla, sem þeir skildu helzt aldrei við sig. En evrópskt yfirbragð sveik hér sem oftar þá, sem ávallt rugla saman Islendingum og Grænlendingum. Nokkrir íslendingar, ef til vill um 50, staðnæmdust í Winnipeg, mun hafa þótt vissara að eiga þar vetursetu, hvað sem síðar yrði. Er líklegt, að einhverjir þeirra hafi þá, hvað sem öllum á:setningi leið, setzt þar að að fullu og öllu. Minnir það enn á, að haustið 1975 er öld liðin frá því fyrstu Islendingarnir settust að í Winnipeg. Einkum freistaði þetta stórborgarefni á þessu skeiði einstæðra íslenzkra stúlkna, því að þarna buðust þeim vistir og hærri laun en þær höfðu áður heyrt um getið, nema ef vera kynni í ævintýrum eða eldhúsreyfurum. En þrátt fyrir veturinn og ríki hans á næstu grösum er því líkast sem engin bönd hefðu megnað að halda aftur af hinum áköfustu. Létu þeir ekki einu sinni það aftra sér, þegar þeir sannfréttu, að þar til valdir rnenn hefðu látið undir höfuð leggjast að afla heyja, svo að af þeim sökum tjóaði ekki að hafa með sér kýr norður eftir. Eins og nærri má geta, reyndu landnemarnir af fremsta megni að birgja sig upp að alls konar nauðsynjum, áður en lagt var upp í síðasta áfangann, matvælum, fatnaði og verkfærum. Hljóp stjórnin í Ottawa þá rétt einu sinni undir bagga. Verra var, að kaupmenn notfærðu sér óspart fávizku kaupenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.