Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 50
48
BERGSTEINN JÓNSSON
ANDVARl
hermir góð heimild, að margnefndur Ólafur Ólafsson frá Espihóli hafi lagt
til, að Islendingar nefndu fyrsta bæ sinn í Nýja-íslandi á Gimli.
Ólafur hafði sem fyrr segir verið í Alaska veturinn aður, en nú kom hann
fremstur í flokki nokkurra Islendinga frá Wisconsin, sem brugðið höfðu við,
þegar þeim barst fiskisagan af Nýja-íslandi við Winnipegvatn. Hröðuðu þeir
sér til móts við hópinn frá Ontario og slógust í förina í Duluth. Við þetta
ber að bæta því, að frá haustinu 1875 hverfur borgin Milwaukee úr annálum
íslendinga í Vesturheimi, en Winnipeg verður helzta miðstöð þeirra þar. Hefur
hún nú haldið þeim sessi í rétta öld.
Það var síðdegis 11. október 1875, sem fyrsti íslenzki landnemahópurinn
á leið sinni til Nýja-íslands kom til Winnipeg. Eftir því sem næst verður
komizt, voru alls í llokknum 250-300 manns, einhver hefur nefnt töluna 285,
fullorðnir og börn.
Búizt hafði verið við íslendingunum í Winnipeg, en við komuna þangað
ollu þeir fróðleiksfúsum heimamönnum vonbrigðum; voru jafnvel bornar á
það brigður, að fólk þetta gæti verið íslenzkt. Eftir því að dæma hafa íslend-
ingar þá ekki verið búnir að festa við sig þá frægð, sem síðar átti eftir að fylgja
þeim lengi vel fyrir skósíða ullartrefla, sem þeir skildu helzt aldrei við sig. En
evrópskt yfirbragð sveik hér sem oftar þá, sem ávallt rugla saman Islendingum
og Grænlendingum.
Nokkrir íslendingar, ef til vill um 50, staðnæmdust í Winnipeg, mun hafa
þótt vissara að eiga þar vetursetu, hvað sem síðar yrði. Er líklegt, að einhverjir
þeirra hafi þá, hvað sem öllum á:setningi leið, setzt þar að að fullu og öllu.
Minnir það enn á, að haustið 1975 er öld liðin frá því fyrstu Islendingarnir
settust að í Winnipeg. Einkum freistaði þetta stórborgarefni á þessu skeiði
einstæðra íslenzkra stúlkna, því að þarna buðust þeim vistir og hærri laun en
þær höfðu áður heyrt um getið, nema ef vera kynni í ævintýrum eða
eldhúsreyfurum.
En þrátt fyrir veturinn og ríki hans á næstu grösum er því líkast sem engin
bönd hefðu megnað að halda aftur af hinum áköfustu. Létu þeir ekki einu sinni
það aftra sér, þegar þeir sannfréttu, að þar til valdir rnenn hefðu látið undir
höfuð leggjast að afla heyja, svo að af þeim sökum tjóaði ekki að hafa með sér
kýr norður eftir.
Eins og nærri má geta, reyndu landnemarnir af fremsta megni að birgja
sig upp að alls konar nauðsynjum, áður en lagt var upp í síðasta áfangann,
matvælum, fatnaði og verkfærum. Hljóp stjórnin í Ottawa þá rétt einu sinni
undir bagga. Verra var, að kaupmenn notfærðu sér óspart fávizku kaupenda