Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 160
158
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVAHI
Getnaðarlimur karla er stundum kallaður fugl (III,2) — í samræmi við
gás, sem er gamalt heiti á sköpum kvenna. Fuglinn sá er með vængi skerða eða
vængjalaus. Fugl með vængi skerða gæti því verið liðr (sbr. 11,5), sem er í senn
lostaliðr og onwsheiti. Orðin væru þá viðurlag við fornafnið ég.
Skreið er, svo sem kunnugt er, harðliskur. Upphaflega hét hann þó „skörp
skreið", en til hægðarauka var orðtakið stytt. Frummerking orðsins skreið er
það, sem skríðr, í þessu dærni: torla af fiski í sjó, ganga. Fer ég rétt sem fiskr
x sjá gæti þýtt: Ég skríð. Væri þá annars vegar höfðað til merkingar nafnsins
og göngulags ormsins, sem heitir m. a. holtskriði: „Ég, orrnur, skríð,“ en hins
vegar til örlaga skáldsins: „Ég, Ormur, skríð,“ þ. e. fyrir konum. En auðvitað
kemur allt fyrir ekki:
Mig vill engin menja ná.
Mun svo standa verða.
I mansöng II. rímu er skáldið svipt „blíðu heims og bauga nipt“ (3. er.),
og her hann sig hörmulega, eins og rímnaskálda er siður: „Mér sinnir engi
seima grund“ (4. er.). En þar kemur, að skáldinu þykir nóg komið: „Fáumst ég
ekki fljóð um, ..." (11,5, 1. vo.), þ. e. ég hirði ekki um konur, hætti að berja
lóminn, því að „firðurn gjörist ég margur,...“ (11,5, 2. vo.), þ. e. körlum gerist
ég margmáll, þeim linnst ég teygi lopann. Skáldið tekur því upp söguþráðinn
(11,5, 3. og 4. vo.):
Byrjum heldur Bósa frá,
ef bragnar vilja hlýða á.