Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 83

Andvari - 01.01.1975, Page 83
andvari INDÍÁNINN JOHN RAMSAY 81 liefðu blundað til skiptis, drukkið te og etið alla nóttina. En svo var það kannske eins oft eða oftar á veiðitúrum, að nóttin kom og ekkert var til að bíta og brenna. Þá mátti ekki berast fyrir, heldur balda áfram og ganga sér til hita og ef til vill lenda inni í flækju fallinna trjáa og komast ekkert. Fátt mun þó hafa verið verra en að vera úti á bersvæði í grimmd og grenjandi hríð. Oft sáum við Ramsay hverfa inn í skóginn með hundalestina sína, byssuna, öxina, tekönnuna og ýmislegt annað dót á sleðanum. Þá var hann að fara á veiðar. Þegar hann þurfti að leggja nýjan stíg í gegnum skóginn, þrammaði hann á þrúgum á undan hundunum, annars hefði hundalestin og sleðinn sokkið í lausan snjóinn. Svo leið langt eða skammt þangað til hann kom aftur sömu leiðina með moosedýrsskrokk á sleðanum (sem var flatsleði). Kjötið lagði hann mn í verzlun Friðjóns Friðrikssonar á Möðruvöllum fyrir 5 c pundið. Friðjón og Sigtryggur höfðu á vetrum marga menn í skógi að taka út sögunarboli. Hafði Ramsay þarna allgóðan heimamarkað fyrir allt, sem hann gat skotið af „moose- dýrum", var það ekkert lítið. Hvítfisk veiddi hann upp um ís og „lagði inn“ í verzlunina. Auk þess seldi hann landnemunum moosedýrakjöt og hvítfisk, en mest mun það hafa verið í vöruskiptum, og margan bitann gáf hann þeim. Hann var allra manna snjallastur að veiða loðdýr og fór oft verzlunartúra með grávöru til Stonefort (Fower Fort Garry, milli Selkirk og Winnipeg). Þai bafði Hudson Bay félagið verzlun. Komu Indíánar þangað úr öllum áttum á hundalestum sínum með grávöru. Einn vetur á þessu tímabili voru þau Ramsay °g María dóttir hans til húsa á Ósi, næsta bæ fyrir norðan Möðruvelli. Þar voru þá húsráðendur hjónin Benedikt Kristjánsson og Hólmfríður. Fléldu þau Ramsay °g María til uppi á lofti. Einu sinni fór móðir mín með mig í heimsókn til Hólmfríðar. Eitthvað var ég þá að dunda úti við, sá þá Maríu í fyrsta skipti, þessa óttalegu ófreskju. Hún var á gangi þar úti, þegar ég gáði að henni. Ég brópaði upp yfir mig af ógn og skelfingu, hélt, að þetta væri Grýla, kona Skógar-Gríms. Voru óþægir krakkar hræddir á þeim hjónum. Á sumum bæjum var Skógar-Grímur maður Grýlu nefndur Dúðadurtur. Trúðu krakkar því, að þetta hyski værj til í skóginum og lifði á því að taka óþæga krakka, svo ekki var undur, þó mér yrði illt við að sjá Maríu. Móðir mín og Hólmfríður komu þjótandi út til mín að leiðrétta þennan misskilning minn. Síðar þennan sama vetur komurn við aftur í heimsókn að Ósi. Þá var Rarnsay ekki heima, hefir sjálfsagt verið á veiðum, en María var uppi á loftinu. Ramsay hafði nýlega komið úr ferð frá Stone Fort (Fower Fort Garry) með nýstárlegt hljóðfæri og gefið Maríu það. Móður mína langaði mjög að heyra hljóðfærið (ég tala nú ekki um mig), og fór Hólmfríður með okkur upp á loft þeirra erinda. María 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.