Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 60
ÁRNI GUÐMUNDSEN
ANDVARI
58
Frá Eymrbákka. Sigfús Eymundsson tók myndina (ÞjóSminjasafn íslands).
Ég verð nú að hætta í þetta sinn ósk
andi ykkur öllum gleðilegs árs og allrar
blessunar.
Þinn elskandi sonur
A. Guðmundsen.
P.S.
Ég hefí komið bréfi Jakobs til skila.
Hann er í Milwaukee og vinnur þar á
Beykisbúð. Ég rnissti gleraugun mín á
dögunum í skóginum; engin gleraugu fást
hér, og get ég því aldrei litið í bók. Núna
brúka ég gleraugu, sem Hans á, en sé illa
Finsen varS jarl: Hilmar Finsen varð lands-
höfðingi (1. apríl 1873).
Milwaukee, 31. ágúst 1873
Elskulegi pabbi.
Síðan ég skrifaði þér seinast, hefi ég
meðtekið 2 bréf frá þér, hið fyrra frá 12.
júní, en hið síðara frá 15. júlí, og þakka
ég þér hérmeð fyrir þessi þín góðu bréf.
Það gleður mig að heyra, að ykkur líður
vel, að drengirnir gjöra það vel etc. Hrói
er sjálfsagt í sjöunda hirnni, eins og búast
má við, ég get ekki láð honum, þó hann
bregði sér inneftir við og við til þess að
kyssa kærustuna; ekki mundi ég spara
klárinn, ef líkt stæði á fyrir mér. Toggi
rakar saman peningum; nú er ekki verið
að skafa potta; ég ætla ekki að ráðleggja
honum að koma til Ameríku, á meðan
hann gjörir það svona vel heima. Land-
skrifarinn brillerar náttúrlega; hann hefir
það af mér etc. Starfi starfar að þing-
skriftum, er hann ekki trúlofaður karlinn?
Ekki get ég sagt, að mér þyki vænt að
heyra, að Sigga fór eða ætlaði norður með
þeim hjónurn, og mundi ég hafa gjört mitt
til að hamla því, hefði ég náð til, en hún
er sjálf ánægð með það, og er það fyrir
mestu; Thorgrímsons-hjónin hafa líka ver-