Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 155
ANDVAM
HULDUMÁL
153
1. Bandrúnin, þrjú ristubrögð, felur í sér fimm rúnir: T-fKH , þ- e. Ma:ía
(Magnus Olsen: Norges lnnskrifter 82 og 237). Meginstafir eru fimm, en
kvistir sex. Þeir yrðu þó sjö, ef belgur stúprtínarinnar væri hyrndur.
VI
Bæjar- og fjallsnafnið er fólgið í þessum erindum:
IV,3. Hjá blíðum sjá og björgum hjá
býr hin fagra lilja.
Ráði það nú rétt í stað
rekkar þeir, er skilja.
VI,71. I Þverárhlíð að þorngrund býr,
þar er á Höfða heitir.
Rímu þessa á rósin skýr.
Rekkar vita það teitir.
Fyrra erindið er í mansöng, en hið síðara næst á undan niðurlagserindi
rímu, sem í er fólgið nafn konunnar í 5. sinn.
I Þverárhlíð er bær, sem heitir Idöfði. í fljótu hragði virðist því engin
ástæða til að efast um, að í Borgarfirði vestra hafi konan átt heima. En ef þess
er gætt, hversu vandlega nafn hennar er fólgið, og hins, að staðarnafn er vissu-
lega hulið í mansöng IV. rímu, verður slík bersögli æði tortryggileg.
„Hjá blíðum sjá og björgum hjá er falið bæjarnafnið Höfði (höfði er bæði
við sjó og hjá fjöllum),“ segir Ólafur Halldórsson (BóÓH. 123), en svigasetningin
er óljós, og ekki dugir að láta báðar forsetningarnar fylgja fylgsni hins dulda
nafns. Önnur hlýtur að vera í beinu sambandi við orðin býr hin fagra lilja.
Konan á heima hjá einhverjum stað, sem bærinn dregur nafn af og skáldið
kallar blíðum sjá og björgum hjá. Að vísu má víxla forsetningunum eins og hver
vill, en ekki skiptir það máli.
Ætla verður, að í blíðum sjá og björgum hjá leynist fyrirbæri, sem er jafnt
>,hjá sjó og björgum" og einkennir hvort tveggja á sama stað og snntímis. Það
er eitthvað, sem er á sjó við björg eða í björgum við sjó. Á íslandi kemur
varla nerna eitt til greina: fuglalíf. Sjó- og bjargfugl einkennir strendur Islands
unnvörpum og hefur alla tíð gert. Hann lifir á sjó við björg og býr í björgum