Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 9
ANDVARI
GÍSLI JÓNSSON
7
andi fyrir Gísla, þegar hann segir frá ferð sinni til eyðibýlisins ásamt tveimur
bræðrum sínum, þeim séra Sigurjóni Jónssyni á Kirkjubæ og Gunnari
bónda á Fossvöllum. Þó að hann í kvæðinu virðist horfa á allt álengdar frá
sjónarhóli gamals manns, lýsir hann hughrifum sínum einnig með því að
hverfa inn í hugarheim bernskuáranna, þegar Fornaldarsögur Norður-
landa voru sterkur þáttur í skynjun hans á tilverunni. I vitund hans lifa
persónur Orvar-Odds sögu, og þá fyrst og fremst Oddur sjálfur, er hann
kemur á staðinn, þar sem hann var upp alinn, Berurjóður. „Voru þar þá
tóftir vallgrónar." „Var nú hvarvetna blásin jörð, er þá var blómguð vel.“
Þessi frásagnar-aðferð Gísla lýsir því bezt, að ekki var allt sandi orpið, sem
vaxið hafði í huga hans sjálfs, þegar hann var drengur í sínu gamla
Berurjóðri á Jökuldalsheiðinni. Hann og bræður hans yfirgefa staðinn
„dálítið daprir í bragði". Þeir voru að yfirgefa sitt Berurjóður í hinzta sinn.
„A Háreksstöðum voru nú aðeins vallgrónar tóftir, og hvammarnir og holtin,
þar sem við lékum okkur og eltumst við ærnar og lömbin í æsku, hvarvetna
blásin jörð.“ Þessi viðskilnaður hefir verið þeim bræðrum ljúfsár. En það
sýnir eðli Gísla og skapgerð, að hann lætur ekki hið liðna binda sig, heldur
geymir hann enn í huga sér eitthvað af draumunum fornu, og sál hans
er enn þrungin af barnslegri von og bjartsýni. En nú er það ekki hans
eigin framtíð, sem hann dreymir um, heldur unga fólksins, sem gerði þeim
hræðrum ferðina auðvelda og ánægjulega. Þessi unga kynslóð, falleg
og frjálsborin, er honum rödd „nýrri og betri tíma, sem leiddi okkur aftur
út úr fortíðinni og inn í nýja tímann - út úr eyðimörkinni inn á land
bjartsýnnar, starfandi æsku.“
Eg hefi orðið svo fjölorður um þessa heimsókn Gísla til heiðarinnar
sökum þess að þetta þema, sem hann þarna gerir að þungamiðju frásagnar-
innar, er hann í rauninni að lifa alla ævina. Og ekki hann einn, heldur
sú kynslóð Vestur-íslendinga, sem hann heyrði til.
III
Á æskuárum Gísla var Möðruvallaskóli ein þeirra menntastofnana,
sem laðaði að sér unga menn. Þar höfðu sumir bræður hans stundað nám
um tíma. Gísli gekk í skólann haustið 1894 og lauk þar námi 1896. Tveim
árum síðar settist hann að á Akureyri og hóf nám í prentiðn hjá Birni