Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 9

Andvari - 01.01.1975, Page 9
ANDVARI GÍSLI JÓNSSON 7 andi fyrir Gísla, þegar hann segir frá ferð sinni til eyðibýlisins ásamt tveimur bræðrum sínum, þeim séra Sigurjóni Jónssyni á Kirkjubæ og Gunnari bónda á Fossvöllum. Þó að hann í kvæðinu virðist horfa á allt álengdar frá sjónarhóli gamals manns, lýsir hann hughrifum sínum einnig með því að hverfa inn í hugarheim bernskuáranna, þegar Fornaldarsögur Norður- landa voru sterkur þáttur í skynjun hans á tilverunni. I vitund hans lifa persónur Orvar-Odds sögu, og þá fyrst og fremst Oddur sjálfur, er hann kemur á staðinn, þar sem hann var upp alinn, Berurjóður. „Voru þar þá tóftir vallgrónar." „Var nú hvarvetna blásin jörð, er þá var blómguð vel.“ Þessi frásagnar-aðferð Gísla lýsir því bezt, að ekki var allt sandi orpið, sem vaxið hafði í huga hans sjálfs, þegar hann var drengur í sínu gamla Berurjóðri á Jökuldalsheiðinni. Hann og bræður hans yfirgefa staðinn „dálítið daprir í bragði". Þeir voru að yfirgefa sitt Berurjóður í hinzta sinn. „A Háreksstöðum voru nú aðeins vallgrónar tóftir, og hvammarnir og holtin, þar sem við lékum okkur og eltumst við ærnar og lömbin í æsku, hvarvetna blásin jörð.“ Þessi viðskilnaður hefir verið þeim bræðrum ljúfsár. En það sýnir eðli Gísla og skapgerð, að hann lætur ekki hið liðna binda sig, heldur geymir hann enn í huga sér eitthvað af draumunum fornu, og sál hans er enn þrungin af barnslegri von og bjartsýni. En nú er það ekki hans eigin framtíð, sem hann dreymir um, heldur unga fólksins, sem gerði þeim hræðrum ferðina auðvelda og ánægjulega. Þessi unga kynslóð, falleg og frjálsborin, er honum rödd „nýrri og betri tíma, sem leiddi okkur aftur út úr fortíðinni og inn í nýja tímann - út úr eyðimörkinni inn á land bjartsýnnar, starfandi æsku.“ Eg hefi orðið svo fjölorður um þessa heimsókn Gísla til heiðarinnar sökum þess að þetta þema, sem hann þarna gerir að þungamiðju frásagnar- innar, er hann í rauninni að lifa alla ævina. Og ekki hann einn, heldur sú kynslóð Vestur-íslendinga, sem hann heyrði til. III Á æskuárum Gísla var Möðruvallaskóli ein þeirra menntastofnana, sem laðaði að sér unga menn. Þar höfðu sumir bræður hans stundað nám um tíma. Gísli gekk í skólann haustið 1894 og lauk þar námi 1896. Tveim árum síðar settist hann að á Akureyri og hóf nám í prentiðn hjá Birni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.