Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 139

Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 139
ANDVARI HVER MYRTI VÉSTEIN í GÍSLA SÖGUr 137 manna og goða: Miðgarðsorms og Fenrisúlfs, en aðalóvinur Miðgarðsorms er Þór, sem hefur svipaða afstöðu til ormsins og Óðinn hefur til Fenrisúlfs; nú er Grímur eitt af 'heitum Óðins, og höfum við því báða liðina í náfni Þorgríms. En er það víst, að bæði dýrin í draumunum víki að Þorgrími goða? Af ýmsum astæðum þykir mér það næsta ósennilegt, þótt skýring bandaríska fræðimannsins sé gerð af mikilli hugkvæmni. Flitt þykir mér tækilegra, að höggormurinn sé eins konar tákn fyrir Þorgrím nef og vargurinn beinist að Þorgrími goða. En Gísli vildi eklci vakna við þriðja drauminn af þeirri einföldu ástæðu, að þá hefði verið bent til sektar þriðja manns, Þorkels bróður hans. Hetjuna hryllir við þeirri tilhugsun, að hann verði þá að 'hefna Vésteins fóstbróður síns með því að vega Eorkel bróður sinn. Þótt ég vilji ekki taka jafndjúpt í árinni og Anne Holtsmark og ráða það í leyndardóma sögunnar, að Þorkell sé vegandinn, er ýmislegt, sem fellir grun á hann. Einhver skýrasta ábendingin er í fimmtánda kafla, þegar Gisli biður Geirmund að láta lokur frá hurðum á Sæbóli um kveldið áður en Þorgrímur er veginn. Þá spyr Geirmundur: „Mun Þorkatli bróður þínum við engu hætt?“ Geirmundur virðist ekki einungis gera því skóna, að Gísli geti orðið bróður- tnorðingi, heldur felst í spurningunni óbein yfirlýsing um grun Geirmundar, að Þorkell sé sekur um morðið á Vésteini. Niðurstaðan á þessum athugunum hlýtur að fara á einn veg, að höfundur Gtsla sögu (styttri gerðarinnar) vildi láta gruninn falla jafnt á þá Þorkel og Þorgrím goða, þótt hann hagi einnig frásögn sinni á þá lund, að Þorgrímur nef verður ekki sýknaður heldur. Um íslendingasögur hefur þráfaldlega verið rætt eins og þær séu sagnfræðilegs eðlis, en þegar við fjöllum um Gísla sögu sem skáldverk, þá er ekki örðugt að samræma gátuna um morðið á Vésteini við aðra ntyrka þætti listaverksins. Við getum ekki leyst gátuna af þeirri einföldu ástæðu, að höfundur sögunnar kaus að halda því leyndu, hver morðingmn var. Eins °g söguhetjan sjálf vildi höfundur ekki kveða á um það, hver vígið hafði unnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.