Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1994, Page 8

Andvari - 01.01.1994, Page 8
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI þeim árangri sem þjóðin hefur náð; tekist hefur að koma hér á fót hagsæld- arþjóðfélagi þar sem almenn lífskjör eru með því fremsta sem gerist. Hitt er jafnlétt að láta sér í augum vaxa það sem úrskeiðis hefur farið í þjóðlíf- inu og yfirleitt stafar af skipulags- og fyrirhyggjuleysi. En hvort tveggja, drifkrafturinn og aðhaldsleysið, á rætur að rekja til upplags og uppeldis okkar sjálfra. í vor kom út á vegum Listahátíðar í Reykjavík 1994 í samvinnu við Há- skólann á Akureyri erindasafn sem heitir Tilraunin ísland í 50 ár. Ritstjórar eru Kristján Kristjánsson og Valgarður Egilsson, en í bókinni fjalla tíu höf- undar um ýmsa þætti í nútíðarlífi íslendinga. Þessi bók er athyglisverð og mætti verða tilefni til að hugleiða sitthvað í sambandi við farnað okkar á lýðveldistímanum, eins fyrir því þótt greinarnar í henni séu misjafnar og ekki verði fallist á allar ályktanir höfunda. Viðfangsefni höfundanna má flokka í stórum dráttum í þrjá til fjóra hluta. í fyrsta lagi eru greinar af vettvangi stjórnmála í þröngum skilningi, þar sem eru erindi Gunnars Karlssonar, Olafs Þ. Harðarsonar og Hrafnkels A. Jónssonar um stjórnarfar og verkalýðsmál. í öðru lagi greinar um menn- ingarmál, grein Tryggva Gíslasonar um íslenska tungu, Péturs Péturssonar um áhrif kristninnar á þjóðlífið, einkum við stofnun lýðveldis, og Kristjáns Kristjánssonar um skóla- og menntamál, en hann er mjög gagnrýninn á nýskólastefnuna svonefndu eins og lesendur þessa rits mega vita - og fjall- ar um skyldur háskólamenntaðra manna í þessum árgangi. Enn eru svo greinar um fjölskylduna og hag hennar: Kristín Sigfúsdóttir fjallar um að- búð, lífshætti og heilbrigði, Jón Björnsson um fjölskyldu- og félagsmál. Loks eru svo tvær almennar greinar, eftir Sölvínu Konráðs um unga fólkið á lýðveldistímanum og hugleiðing Guðmundar Andra Thorssonar um „áferð mannlífs í landinu.“ Sölvína skiptir lýðveldisbörnunum í einar fimm kynslóðir: Lýðveldis-, Marshall-, unglinga-, forsjárhyggju- og sjálfsdýrkunarkynslóðirnar. Sú síð- astnefnda, sem einnig mætti kallast sérhyggjukynslóð, hefur sett svip á þjóðfélagið síðustu ár, þótt nú sjáist þess merki að hún kunni brátt að fara lægra. Mætti segja mér að ný félagshyggjukynslóð sé að koma til skjalanna við skipbrot frjálshyggjunnar; úrslit borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í vor eru til marks um það. í þeim kosningum bar svo við að Sjálfstæðis- flokkurinn annars vegar og vinstriflokkarnir hins vegar kepptust um að boða félagslegar lausnir vandamála. Sigur síðarnefndu fylkingarinnar, sem bauð fram undir merki R-listans, stafar þá líklega af því að meirihluta kjós- enda þótti snögg afneitun Sjálfstæðisflokksins á frjálshyggjunni ekki vel trúverðug. Eg held að höfundar greinanna í Tilraunin ísland í 50 ár séu hver um sig dágóðir fulltrúar sjónarmiða sem eru ofarlega á baugi meðal íslenskra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.