Andvari - 01.01.1994, Síða 8
6
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
þeim árangri sem þjóðin hefur náð; tekist hefur að koma hér á fót hagsæld-
arþjóðfélagi þar sem almenn lífskjör eru með því fremsta sem gerist. Hitt
er jafnlétt að láta sér í augum vaxa það sem úrskeiðis hefur farið í þjóðlíf-
inu og yfirleitt stafar af skipulags- og fyrirhyggjuleysi. En hvort tveggja,
drifkrafturinn og aðhaldsleysið, á rætur að rekja til upplags og uppeldis
okkar sjálfra.
í vor kom út á vegum Listahátíðar í Reykjavík 1994 í samvinnu við Há-
skólann á Akureyri erindasafn sem heitir Tilraunin ísland í 50 ár. Ritstjórar
eru Kristján Kristjánsson og Valgarður Egilsson, en í bókinni fjalla tíu höf-
undar um ýmsa þætti í nútíðarlífi íslendinga. Þessi bók er athyglisverð og
mætti verða tilefni til að hugleiða sitthvað í sambandi við farnað okkar á
lýðveldistímanum, eins fyrir því þótt greinarnar í henni séu misjafnar og
ekki verði fallist á allar ályktanir höfunda.
Viðfangsefni höfundanna má flokka í stórum dráttum í þrjá til fjóra
hluta. í fyrsta lagi eru greinar af vettvangi stjórnmála í þröngum skilningi,
þar sem eru erindi Gunnars Karlssonar, Olafs Þ. Harðarsonar og Hrafnkels
A. Jónssonar um stjórnarfar og verkalýðsmál. í öðru lagi greinar um menn-
ingarmál, grein Tryggva Gíslasonar um íslenska tungu, Péturs Péturssonar
um áhrif kristninnar á þjóðlífið, einkum við stofnun lýðveldis, og Kristjáns
Kristjánssonar um skóla- og menntamál, en hann er mjög gagnrýninn á
nýskólastefnuna svonefndu eins og lesendur þessa rits mega vita - og fjall-
ar um skyldur háskólamenntaðra manna í þessum árgangi. Enn eru svo
greinar um fjölskylduna og hag hennar: Kristín Sigfúsdóttir fjallar um að-
búð, lífshætti og heilbrigði, Jón Björnsson um fjölskyldu- og félagsmál.
Loks eru svo tvær almennar greinar, eftir Sölvínu Konráðs um unga fólkið
á lýðveldistímanum og hugleiðing Guðmundar Andra Thorssonar um
„áferð mannlífs í landinu.“
Sölvína skiptir lýðveldisbörnunum í einar fimm kynslóðir: Lýðveldis-,
Marshall-, unglinga-, forsjárhyggju- og sjálfsdýrkunarkynslóðirnar. Sú síð-
astnefnda, sem einnig mætti kallast sérhyggjukynslóð, hefur sett svip á
þjóðfélagið síðustu ár, þótt nú sjáist þess merki að hún kunni brátt að fara
lægra. Mætti segja mér að ný félagshyggjukynslóð sé að koma til skjalanna
við skipbrot frjálshyggjunnar; úrslit borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík
í vor eru til marks um það. í þeim kosningum bar svo við að Sjálfstæðis-
flokkurinn annars vegar og vinstriflokkarnir hins vegar kepptust um að
boða félagslegar lausnir vandamála. Sigur síðarnefndu fylkingarinnar, sem
bauð fram undir merki R-listans, stafar þá líklega af því að meirihluta kjós-
enda þótti snögg afneitun Sjálfstæðisflokksins á frjálshyggjunni ekki vel
trúverðug.
Eg held að höfundar greinanna í Tilraunin ísland í 50 ár séu hver um sig
dágóðir fulltrúar sjónarmiða sem eru ofarlega á baugi meðal íslenskra