Andvari - 01.01.1994, Síða 19
ANDVARI
GEIR HALLGRÍMSSON
17
II
Fyrstu þrjú árin bjó Geir Hallgrímsson ásamt foreldrum sínum og
systkinum á efri hæðinni í húsi þeirra við Austurvöll, en það varð
síðar Sjálfstæðishúsið í Reykjavík. Hafði Hallgrímur skrifstofu sína á
neðri hæðinni. Árið 1929 fluttist fjölskyldan í reisulegt einbýlishús
við Fjólugötu 1, sem Hallgrímur hafði reist. Geir gekk í skóla ísaks
Jónssonar og síðar í Miðbæjarbarnaskólann, þar sem hann var fluttur
upp um einn bekk fyrir góðan námsárangur. Eftir fullnaðarpróf
þreytti Geir inntökupróf í Menntaskólann í Reykjavík, en þá voru
aðeins teknir 25 nemendur í skólann á ári. Stóðst hann prófið með
prýði og settist í Menntaskólann haustið 1938. Á æskuárunum var
Geir ylfingur og síðar skáti, og var hann um skeið ritstjóri blaðs, sem
ylfingar gáfu út. Hann var jafnan í sveit á sumrin, þrjú sumur hjá Sig-
urði Einarssyni, bónda í Reykjahlíð við Mývatn, og eitt sumar hjá
Halldóri Vilhjálmssyni, skólastjóra á Hvanneyri, en Halldór var mik-
ill vinur Hallgríms Benediktssonar. Þá má geta þess, að hann gekk
ungur í íþróttafélagið Víking og lék með því í yngri deildum þess,
þótt hann væri ekki íþróttamaður á borð við föður sinn. í Mennta-
skólanum staðfestist að Geir var ágætur námsmaður, agaður og at-
hugull, og hafði fyrir vikið tíma til að sinna öðrum áhugamálum.
Hann var virkur í starfsemi nemenda og var meðal annars ritstjóri
Skólablaðsins, „og mun árgangur hans, sjö tölublöð, vera efnismesti
árgangur blaðsins fyrr og síðar“ eins og segir í Sögu Reykjcivíkur-
skólci. - Geir gekk hiklaust fram fyrir skjöldu, ef verja þurfti á mál-
fundum einstaklingsframtak og atvinnufrelsi og andmælti kröftug-
lega öllum sósíalisma, og þótti mörgum skólasystkinum hans sem þar
færi framtíðarforingi. Geir var um skeið formaður málfundafélags,
sem yngri bekkja menn höfðu með sér og nefndist Fjölnir, og þar
hélt hann uppi merki lýðræðisþjóðanna. „Menn skiptust í hópa eftir
því hvort þeir voru bandamannasinnar eða hlynntir Þjóðverjum,“
sagði Geir eitt sinn, þegar hann rifjaði upp þennan tíma. „Eg var
mikill bandamanna- og lýðræðissinni, en þeim, sem héldu með Þjóð-
verjum, fundust Bretar að mörgu leyti púkalegir; þar væri atvinnu-
leysi og illt efnahagsástand, en allt í röð og reglu hjá Þjóðverjum.“
Geir Hallgrímsson var í stærðfræðideild Menntaskólans. Hann
varð vinsæll og vel látinn af bekkjarsystkinum og á þessum árum og
hinum næstu í Háskólanum eignaðist hann trausta vini, sem fylgdust
2 Andvari